Jæja er ekki kominn tími á smá update.
Búinn að vera sveittur á verkstæðinu um helgina að skipta um hjólabúnaðinn. Endaði nú með því að vera mun meiri vinna heldur en ég átti von á. Þurfti að rífa struttana í sundur til að setja gúmmihosu yfir "demparastálið" til að hlífa því. Einnig ákvað ég að nota Mtech demparana í staðinn fyrir hina. Þurfti að renna gengjurnar á einum demparanum aftur og snitta upp á nýtt. Var farið allt til anskotans.
Stuffið komið undir að aftan. ROSSO dælur og Eibach gormar með Bilstein dempurum. Rákaðir diskar frá Schmiedmann.
Trailing Armarnir ótrúlega heilir. Óryðgaðir og fínir.
Ákvað að nota 320 öxlana, 325 öxlarnir sem ég á eru ekki aaaalveg í fine standi. Sjáum til hvað þetta endist
Struttinn að framan. Allt í flottu standi og vel með farið. Setti nýjann skynjara fyrir klossana.
Afturbrettið er komið á, komið smá yfirborðsryð í suðurnar, gleymdi að grunna það

Fer í að græja það eftir helgi.
Framstruttinn einn og sér
Afturbrettið
Struttinn úr partabílnum... Smá munur á þeim...
Mtech gormarnir.
Gömlu trailing armarnir.
Ákvað að henda gömlu bremsurörunum og dundaði mér við að rífa kopar bremsurör úr partabílnum og fitta þau í. Ryðgar þá alla vega ekki þetta helvítis drasl
Fokking pain að ná boltanum úr fóðringunni þarna. Endaði á að taka bensínáfyllingarrörið þarna úr og setti svo bara nýjar hosuklemmur.
Rosso rautt
Eiginlega eina alvöru ryðið í bílnum. Skárum það burt og suðum nýtt. Þetta verður svo coverað og gengið almennilega frá þessu.
Gamla draslið komið í kassa.
Hehe datt í hug að henda þessari inn. búinn að vera 8 tíma í skúrnum og orðinn vel steiktur. Þarna var ég búinn að skvetta vatni framan í mig og þvo mér aðeins...
Drifið ógurlega ólæsta. Fer úr fljótlega.
Ég er bara anskoti ánægður með árangurinn hjá mér. Hef aldrei grúskað í hjólabúnaði á fólksbíl. Þetta er samt alveg leiðindarvinna!! Voðalega leiðinlegt ábyggilega að gera þetta með drasl verkfærum.
En ég er bara glaður með að vera búinn að skipta út skálunum að aftan og geta haft smá stopping power.
Vonandi fer næsta vika einhvað í að vinna bílinn niður fyrir sprautun. Eitt og annað sem ég þarf að versla meira í bílinn.
Er orðinn svona nett stressaður þar sem það eru akkúrat tveir mánuðir þangað til ég fer út. Sprautunin næst alveg en það verður tæpt í að raða bílnum saman og prufukeyra fyrir ferðina..
Endilega kommenta þetta, jafnvel myndina af mér
