Nett skemmtileg saga:
læsta drifinu var skellt í og sett 17" undir að aftan(verkefnalok ca. 2). Keyrði heim og tók allt úr skottinu, keyrði svo út af bílastæðunum, yfir Samkaupsplanið og út á Njarðarbraut> badabímm badabúmm stoppaður af mörgæsunum og það fyrsta sem löggan segir við mig er:"Ertu ríkur?" og ég svara:"Já, sérðu ekki að ég er á BMW!"(sagt með miikilli kaldhæðni)
Þar er ég sektaður fyrir að vera með kveikt á ljóskösturunum(vegna þess að aðalljósin virka ekki

(verður lagað í kvöld)). Tek einn stuttan rúnt og tek svo nokkra kleinuhringi á ÓB planinu ásamt tilraunum til þess að drifta(OZ er með ónýta dempara að framan og ýtir einfaldlega framendanum áfram

(verður væntanlega lagað í næsta mánuði)). Keyri svo uppá Iðavelli þar sem ég ætlaði að fara að leika mér á einu planinu en sé bíl koma og ákveð að bíða bara og sjá hvort að þetta sé nokkuð mennirnir með gullnu stjörnuna á enninu, jújú þetta voru þeir. Stoppar við hliðina á mér og spyr:"Hvað er verið að gera?" ég svara:"Við erum að leita að stað til þess að ræna, veistu um eitthvern góðan?"(Einnig sagt með mikilli kaldhæðni, og já þetta var BARA heimskulegt skot á löggumann

). Hann talar aðeins við mig og sagði bara að það væri einmitt mikið um rán á þessum tíma sólahringsins, ég vissi það að sjálfsögðu ekki

. Fer svo og skutla Danna heim og kíki niður á Hafnargötu, pikka þar upp tvo gilda limi; GStuning bræður og kíki á stórt nýmalbikað plan þar sem læsta drifið ákvað að ekki læsast og var mikið hlegið og undrast/skotið á ökumanninn

og svo var þeim skutlað heim. Eftir það er kíkt heim að horfa á þátt með JC og borða. Kíki aðeins út og tek ca. þrjá hringi á Samkaups planinu, keyri út af því og er svo stoppaður af löggunni AFTUR, og er mér hótað öllu illu; sakaður um að vera á rennisléttum dekkjum(riight) og skoðunarlaus(skoðunamiðinn að aftan sagði bless í þar síðasta þvotti)og síðast en ekki síst sakaður um að skapa umferðarhættu. Ég var s.s. að baka kleinuhringi á stóru auðu bílaplani klukkan sjö um morguninn, alveg heavy umferð þar á ferð
Ég ætla að taka það fram að ég alls ekkert á móti lögreglunni, eina ástæðan fyrir þessum skemmtilegu tilsvörum hjá mér er sú að það er búið að stoppa mig svo oft fyrir ekki neitt að það er ekki fyndið lengur

Svo er hún nú líka að hálfpartinn að bjóða uppá þetta, yfirleitt er það fyrsta sem hún segir við mig:"Átt þú þennan bíl, Ert þú skráður eigandi?" og svo núna í kvöld:" Ertu ríkur?"
Ég meina þetta er það er slæmt að ég er að pæla í að fá mér bara bleikan Yaris
P.S: Endilega hringið á vælubílinn fyrir mig.......