Hah, elska gamla bíla.
Endalaust mikið af hlutum sem þeir komast upp með...
Ýmisskonar takkar og jafnvel hlutar úr innréttingu eru meira og minna lausir.
Samt ekki nægilega mikið til að ég verði svekktur.
Pústið er tildæmis ekki til fyrirmyndar, "eldra" Simons kerfi sem vantar (annan) hljóðkútinn á, alltsvo, fyrrum eigandinn setti einn lítinn kút undir og eitt rör!
Gírhnúðurinn er skrambi nálægt því að pirra mig, virkilega andstyggilegt plaststykki með "á-prentuðu" carbon-fiber munstri..
Kaupi mér annann, fann engann í dag.
Minna af ryði finnst í rauninni en ég bjóst við en í sjálfu sér er það ekki mikilvægur þáttur í dæminu þar sem að ég hef í hyggju að vera inni í bílnum en ekki fyrir utan hann(ef ÉG sé það ekki, er það ekki til!

)
Ef að tími gefst á samt að ráðast á sílsana þar sem að ég lít stundum á þá á leiðinni inn.
Hljóðið er þrátt fyrir "dodgy" pústkerfið alveg þrælfínt, við WOT fljúga fuglar úr trjám í kring og mér finnst það ágætt akkúrat núna...
Sé til í vor hvurt það sé svaravert að splæsa í Ferrita kerfi(40000kr)
Númerið á bílnum er kremið á kökuna, MGN555 eða Magneee!!!!
Ultimate vetrarbíllinn
