bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 20:08 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 21. Sep 2002 23:23
Posts: 21
Location: Akureyri
LOKSINS LOKSINS!!
Er að spá í að kaupa BMW 525ix E34 ´94
Bíll með öllu sem einn sveitavargur getur hugsað sér.
En langar að vita hjá ykkur félagar, eru þessir bílar með einhverjum vanköntum ?
Þá á ég aðalega við fjórhjóladrifið eða bara hvað sem er allar ábendingar vel þegnar.
KV GAS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 21:01 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég þekki nú ekki IX bílana mikið, eina gæti verið sjálfskiptingin - þó eru aðrir menn hér mér fróðari sem gætu svarað því.

Hvað er sett á bílinn???

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 21:39 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Ég held að þessir bílar séu yfirleitt að standa sig nokkuð vel. Ég þekkti einn mann sem átti svona bíl (hann var reyndar frekar dýr, en líka vel með farinn og lítið keyrður) og hann var mjög ánægður með hann :D
Ég sat einu sinni í honum og mikið ósköp liggur þetta vel (kemst í hringtorg á svaðalegum hraða og það vælir ekki einu sinni í dekkjunum)
Frábærir svona fjórhjóladrifnir bílar (nema maður vilji geta leikið sér svoítið 8)
Hver er verðmiðinn á þessum bíl?

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 21:43 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 21. Sep 2002 23:23
Posts: 21
Location: Akureyri
Ásett er 1.450.000
ekinn 160.000
með ljósu leðri og bara ÖLLU!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 21:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Mér finnst það nokkuð mikið (1450 þús), en aftur á móti hef ég ekki séð bílinn og veit ekkert um hann - kannski er þetta sanngjarnt?
Reyndu samt að prútta hann (hef oft séð góða svona bíla seljast mun ódýrara) :D

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 01. Nov 2002 21:49 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 21. Sep 2002 23:23
Posts: 21
Location: Akureyri
já kannski
Ég á 1.250.000 súbba sem hann vill skipta á og það á sléttu.
En verð er alltaf afstætt þegar skipt er svona frekar hamingjan sem skapast :P
sem telur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: True...true
PostPosted: Sat 02. Nov 2002 09:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það er mikið rétt hjá þér. Þegar þú ert búinn að kaupa og byrjaður að keyra þá gleymist þetta alveg. Þ.e. ef þú ert ánægður með bílinn. Allavega er það yfirleitt svoleiðis hjá mér. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 525ix
PostPosted: Sat 02. Nov 2002 23:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Keyptu Bílinn án trafala..

Tveir félagar mínir voru að leita að bíl fyrir væntanlegan kaupanda hér
heima og ég get fullyrt það að góður ix 94-95 kostar 1400.000-1600.000
það er mjög lítið eftir af góðum lítið eknum íx bílum í Þýskalandi.
525ix er mjög vinsæll í Noregi sem stendur vegna hagstæðara tolla þar í landi. þetta eru mjög ljúfir bílar.. 192 hö/245nm en enginn voða orka
4wd. tekur alltaf eitthvað. Hef átt svona bíl sjálfur 525ix Touring 92

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 03. Nov 2002 09:39 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 21. Sep 2002 23:23
Posts: 21
Location: Akureyri
Sælir félagar.
Gat verið að það væri smá maðkur í mysunni. Það eru ónýtir allir demparar og hann er með hleðslujafnara sem er ekki að virka sem skyldi, kannski út af demparaskorti.
Ætla að fara með hann á BMW verkstæðið hér í bæ og láta þá skoða hann frá a-ö betra að borga þeim einhverja þúsundkarla en sitja eftir með bíl sem annað hvort er eitthvað bilað í eða eitthvað fleira á döfinni að gera við en þessir demparar ( kostar um 100.000 )
Þá veit maður líka hvar maður stendur með bílinn eftir slíka skoðun.
KV GAS


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group