Jæja smá update.
Þegar ég fór til Colorado í desember þá keypti ég eitt stykki innaní bílinn og pantaði annað, en það kom ekki fyrr en í gær því umboðið úti átti það ekki og gat ekki fengið það áður en ég kom heim. Þannig frændi minn fékk hlutinn og trassaði að senda það þangað til fyrir viku síðan og loksins fékk ég þetta!
ég ss. fékk þetta stykki:
Kemur í staðinn fyrir þetta tilgangslausa kasattumagasín í miðjustokknum.
Og svo tók ég það í sundur til að setja hitt stykkið sem ég keypti inní það.
Þetta er snilld! Sárvantaði cupholder þar sem þessir orginal halda engu.
Svo fyrir nokkrum dögum lagaði ég afturljósin. Málið með þau var að á þessum Celis ljós þá þarf að bora ný göt (sem var búið að gera) en eitt gatið þarf að vera stærra og það þarf að vera skinna sem fylgir ljósunum á milli á einum stað svo ljósin leggjast rétt að. Það er eitthvað sem lang flestir gera ekki þegar það er verið að setja þessi ljós í.
Munurinn er samt gríðarlegur. Fyrir: (sjoppulegt og ljótt)
Eftir: (Í lagi)
Bónaði svo bílinn og tók enn fleyri myndir af honum (ég bara get ekki hætt

)
