Þannig er mál með vexti að bíllinn var með "solo xenon" þegar ég keypti hann. Kíkt var því á peruna og hún úrskurðuð látin. Pöntuð var ný pera frá Herr. Svezel og kom hún loks núna í síðustu viku. Bílnum var síðan hent niður í aðstöðu, peran rifin úr og og tengið af þeirri peru lóðað við nýju peruna því hún var með annað tengi, og hér skal tekið fram að Danni lóðaði þetta BARA vel saman eða eins og PRO. Perunni smellt í, kveikt á ljósunum en ekkert gerðist, ennþá "solo xenon". Prufað var þá að svissa mögnurum en ekkert gerðist hægra megin þ.e.a.s. báðir magnararnir virkuðu eins og ætla skildi vinstra megin. Svo var prufað að svissa perunum en nei, nýja peran virkaði og var það því ekki hún sem klikkaði

Þannig að við ákváðum að geyma þetta þangað til seinna að laga "ljósin" hægra megin og ætlaði ég bara að nota nýju peruna vinstra megin þangað til. Enn neeeeiiiiii

Núna virka ekki heldu aðalljósin vinstra megin

Þannig að það var eins gott að það voru "brand spanking new" ljóskastarar í stuðaranum sem ég "neyðist" til þess að nota á meðan

Svo er það nú varla frásögum færandi að segja frá því að á leiðinni heim eftir þetta blessaða "diskó" á stífsjænuðum, helslömmuðum, svörtum BMW með eingöngu kveikt á ljóskösturunum(nb. þetta var klukkan fjögur um nóttina), þá BARA þurfti ég að mæta einum bíl á leiðinni heim og guess what

Auðvitað voru það svínin

Þarf varla að segja frá hvað gerðist eftir það................