Jæja þá er maður loksins komin á BMW. Fann þennan á mobile.de og kom honum heim með hjálp frá Smára Lúðvíks. Bíllinn er jafnvel betur farin en ég hafði vonað og ég er hæstánægður með þjónustu Smára.
Þessi sjálfrennireið kom á götuna 27.11.2002. Hann er ekinn ca. 93k. Hérna er fæðingarvottorðs aukahlutalistinn:
0206 Sequenzielles Manuelles Getriebe
0663 Radio BMW Professional
0210 DSCIII
0249 Multifunktion Fuer Lenkrad
0255 Sport-Lederlenkrad
0290 LM Raeder/Sternspeiche 44 ?
0494 Sitzheizung Fuer Fahrer/Beifahrer ?
0508 Park Distance Control (PDC)
0441 Raucherpaket ?
Veit ekki alveg hvað sumt af þessu er einsog sést á ? merkjunum. Það er líka Bluetooth búnaður í honum sem er algjör snilld.
Ég er búin að keyra hann talsvert og verð að segja að þetta er langbesti bíll sem ég hef átt. Vinnslan og hljóðið er algjörlega fyrsta flokks og SMG skiptingin er MJÖG skemmtileg. Einnig kom það mér skemmtilega á óvart hversu DSC skriðvörnin virkar svakalega vel.
Það kom ekki eins skemmtilega á óvart þegar ég fór með 16" felgurnar og vetrardekkin á hjólbarðaverkstæðið og komst að því að hann tekur ekki minna en 17". Bremsurnar á þessum bílum eru alveg í lagi greinilega

Maður splæsti bara í 17" kuldaskó á dýrið í boði VISA.
Ég tók nokkrar myndir af honum í snjónum: (Grænu bíla haters beware)
Svo tók við ca. 4 tíma bónsession en þá var dagsbirtan á bak og burt

[/img]