BMWaff wrote:
Það er í lagi að segja það sem þú villt en mér finnst nú frekar óþroskað, þar sem þú talar nú oftast einsog almennilegur náungi að þú sert að dæma hvernig ég er eða hvernig mitt lífsmottó er af eitthverjum póstum á spjalli... Hélt nú að fólk gerði sér grein fyrir því að mar þarf að kynnast fólki aðeins áður en maður fer að dæma... En kanzki er ég bara eitthvað skrítin...
Ég kem nú hérna bara til að stytta tíman og lesa eitthvað skemmtilegt... Ég kem ekki hingað til að pirra mig á annara manna skrifum eða skoðunnum (eða reyni að bestu getu)... Þú varst ekki að setja útá skoðanir mínar heldur fórst inná hvaða persónuleiki ég væri... Það fíla ég ekki... Máttt vera ósammála um allt sem ég segi og geri hérna en ekki eitthvað persónulegt...
Og jú ég segji mínum yfirmanni mínar skoðannir hiklaust... Of kemur í ljós að þær eru kanzki ekki þær sömu en koma sér vel, eða eru nothæfar... Veit ekki hvar þú vinnur þannig að ég fer ekkert út í það...
Biðst afsökunnar ef ég tek þessu öðruvísi en þessu var ætlað en svona er ég bara...
Ég ætla því ekki að byrja að koma hingað til að hnýtast í eitthverjum sem eg þekki ekki neitt... Ég ætla að halda áfram hérna að skoða og skemmta mér...
P.S biðst afsökunar á eitthverjum stafsettningarvillum sem kunna að vera í þessum pósti

Eru spjallborð eins og þetta ekki til þess að skiptast á skoðunum? Ég þekki þig ekkert fyrir utan þetta spjallborð og því er það eini vettvangurinn sem ég get kynnst þér á. Þess vegna get ég ekki dæmt hvernig þú ert nema hérna á þessu spjalli. Mér finnst sjálfsagt að dæma fólk út frá því sem það skrifar, jafnt sem það segir eða gerir.
Það sem ég gerði var að benda þér á, eftir þá yfirlýsingu þína að þér væri alveg sama hvað þú létir frá þér hér á spjallinu, að það væri óvirðing við aðra sem eru hér. Þér finnst það óþroskað að ég sé að benda þér á að taka tillit til annarra, ekki hugsa bara um eigið skinn. Mér finnst á hinn bóginn viðhorft þitt óþroskað. Ekkert meira um það að segja, svona er þetta bara. Þú mátt hafa þína skoðun eins og ég mína. Ég er ekkert að segja að þú sért óþroskaður og ómögulegur, ég er bara ekki sáttur við þetta viðhorf. Ég er engan veginn fullkominn, það er fullt af hlutum sem aðrir eru ósáttir við í fari mínu. Ég var ekkert að vega að þínum persónuleika, einungis að láta í ljós álit mitt á fullyrðingu þinni. Þú ert alveg ábyggilega ekkert síðri en næsti gæji
Ég kem ekki bara á spjallið til að stytta tímann og lesa e-ð skemmtilegt, ég kem hingað til að fræðast, kynnast nýju fólki og hvað það og fólk sem ég þekki er að gera þessa stundina. Fyrir mér er þetta spjall ekki bara e-r ruslahaugur, heldur finnst mér að fólk þurfi að þurrka af skónum áður en það gengur hingað inn.
Varðandi það að segja skoðun sína við stjórnendur, þá er það nauðsynlegt og sjálfsagt. En það gefur manni ekki rétt til þess að gera hlutina eftir sínu höfði ef hann vill hafa það öðruvísi. Það gengur ekki ef allir gera bara það sem þeir vilja, heldur þarf að fylgja reglum og þeim sem ræður ef hann segir svo. Ég þekki það vel úr minni vinnu. Ég vinn við að láta mína skoðun í ljós, en jafnframt að virða og fylgja ákvörðun yfirmanns míns.
En svona sem bottom line, þá er þetta allt skrifað í mestu vinsemd. Mér dettur ekki til hugar að fara að stimpla þig út af e-m skrifum hér inni. EN, ég get ekki annað en myndað mér skoðun út frá henni.