Sæl öll,
Ég keypti mér nýlega E30 Touring sem mig er búið að dreyma um lengi. Hann þurfti og þarf smá viðhald en er í grunninn mjög góður. Lítið ryð, lítið ekinn og almennt mjög þéttur.
Sem sagt:
BMW 320i
árg. 1989 (nýskráður í mars 1990)
ekinn: 183.000km (150.000km á vél)
Topplúga
M-tech I stýri
Kastarar
Læst drif orginal (sem er ekki lengur í

)
Ég keypti bílinn fyrir rúmlega mánuði og en bíllinn/fyrri eigandi var búinn að vera seinheppinn og það var hellingur af smáatriðum að hrjá hann.
Ég skipti t.d. um hanskahólf, gírskiptileður, afturljós, stýrisenda, dekk, púst, perur og annað smálegt og er ekki búinn en þó það helsta sé komið.
Edit: Gleymdi að segja að altenatorinn var kapút og bíllinn því ógangfær þegar ég fékk hann.

(bara svo að sem flest komi fram)
Ég keypti líka ný númer og fékk á hann ´07 skoðun án athugasemda.
Ég var svo að mála ljósin rauð. Það tókst ágætlega en mætti náttúrulega alltaf vera betra en ég hafði sem fyrirmynd orginal rauðu ljósin (ef þið eruð að velta því fyrir ykkur af hverju ég hafði bakkljósin smá bleik). Einnig prófaði ég að mála grillið svart og finnst það fara honum rosalega vel.
En ég á enn eftir að skipta um bretti, mála og laga. Geri það fyrst áður en ég fer að breyta meira. En á listanum er að lækka hann og þétta fjöðrun, felgur og svo vonandi eitthvað örlítið sprækara í húddið.
En hér eru myndir. Endilega commentið. Hef sjaldan verið jafn spenntur/ánægður með bíl
Fyrir sprautun á ljósum:
Eftir sprautun:
Og nokkrar af bílnum eins og hann er núna:
Og svo ein að lokum af honum þegar ég fékk hann:
P.s. myndirnar eru teknar á ódýra Easy share vél og var svolítið erfitt að ná þeim góðum en mér fannst þessar koma best út.