jæja áhvað að smella nokkrum myndum af bílnum áðan í skyndi meðan ég var að þrífa hann,
annars er staðan á þessum bíl sem er búin að vera on goin project síðan ég eignaðist hann, hjólabúnaður= "done", búin að skipta um spyrnu, báða ballancestangarendana, dempara,
stýrisbúnaður (sem má eflaust undir hjólabúnað) þá er ég búin að vera safna af mér í hann, nú er ég komin með allt, nýjar stýrisupphengjur, nýja millibilsstöng, og nýja stýrisenda, allt oem frá B&L, þetta er allt í skottinu og fer vonandi í um helgina,
þegar ég fékk bílin var displayið í aksturstölvuni svo ruglað að maður skildi ekki orð,´fékk tölvuna og nú er displayið eins og nýtt,
þegar ég fékk bílin þá var hann grútmáttlaus gékk illa, missprengdi, gékk allt of ríkt og sló út á miklum snúning,og gékk ekki á öllum, þetta var heilmikill eltingaleikur og miklar pælingar og vangaveltur sem nú loksins er búin, fyrsta sem mig grunaði var að bíllin væri með ónýtar ventlalokspakningar, en þegar þær fara í m60 þá fer olía í háspennukeflin þannig að þau missa sambandið, ég reif af ventllokunum og sá að grunur minn var réttur þau voru öll á floti, ég reif lokin af, þreif upp kertagötin, þreif öll keflin upp, skipti um kerti og allar ventlalokspakningarnar,
bíllin skánaði til muna eftir þetta, en var samt ekki nógu góður,
þá tók við leit af því hvað væri að valda, þá sérstaklega hvað væri að slá mótornum út, ég reif air flowinn úr og sá að hann var handónýtur, þannig að ég keypti hann og skipti um hann ásamt loftsíu og setti bifvélavirkja á dós inn á throttleboddyið, eftir þetta var bíllin allt annar, var loksin komin snefill af vinnslu í hann og gangurinn að lagast, en bíllin var samt ekki orðin góður,
hinsvegar var hann búin að skána það mikið þarna að það varð greinilegt að höggin og titringurinn var ekki að koma frá vélini heldur skaptinu, ég reif pústið undan og hlífarnar og sá að upphengjan var í kássu og "gúmmíkúplingin" aftan á skiptinguni alveg snælduhand eins og félagi minn myndi orða það, þá var farið í B&L og keypt upphengju og gúmmíkúplingu og skipt um það,
eftir að pústið hafði farið undan og bíllin gengið soleðis fór gangurinn að versna til muna, þótt hann hefði alls ekki verið ásættanlegur fyrir, en það var greinilegt að hann hafði versnað við þetta, ég brunaði með bílin til TB og B&L og þar var staðfestur grunur minn um að annahvort væri pústið stíflað eða oxygensensorarnir farnir,
tók var prufað að taka þá úr og prufa bílin og hann breyttist ekkert, sem benti til þess að skynjararnir væru farnir, ég tók þá að lappaði aðeins upp á þá og prufaði aftur og þá lagaðist bíllin heilmikið,
ÞÁ (anda) var pantað báða skynjarana nýja og sett þá í, nú varð gangurinn alveg smooth og mótorinn líkastur því að hann gengi á rjóma, újé!!! vinslan fín og og allt í góðu, NEMA bíllin hætti ekki að slá mótornum út leið og hann var komin almennilega inn á powerbandið, nú fóru ráðin að verða að skornum skammti, þór var kíkt á hvarfakútana og séð að eftir allt voru þeir ónýtir, en ekki það stíflaðir að þeir ættu að valda útslættinum, þá var ég komin á að þetta væri crankshaft sensor, en áhvað að láta lesa af bílnum í B&L fyrir $$$ og fá að vita þetta fyrir víst, bíllin fór svo í aflestur í síðustu viku og viti menn, allir villukóðar síðasta alltof langs tíma voru inni og kom þar í ljós að allir sensorarnir sem ég hafði skipt um voru ónýtir, og bingó crankshaft sensorinn datt út í 5þús rpm og sló út háspennukeflunum, þeir í B&L hreinsuðu alla villukóða úr tölvuni og ég trítlaði upp og pantaði nýjan crankshaft sensor, þannig að núna þegar hann kemur í vikuni, þá er þessi kafli búin, og allt orðið eins og það á að vera, og þvílíkur munur sem er orðin á mótornum síðan ég fékk bílin, þetta er ekki búið að kosta lítin pening,
þegar ég fékk bílin var svo miðstöðin í honum dauð, fyrstu skoðanir bentu til að stjórneiningin sjálf væri dauð, ég er aðeins byrjaður að gramsa og fékk aðra einingu og skipti um, hún lagaðist Ekkert, þannig að annahvort er mótorinn eða mótstaðan dauð, þetta er á to do lista næstu missera,
bíllin lak ekki, heldur MEIG olíu þegar ég fékk hann, við fyrstu skoðun leit út fyrir að ventlalokspakningarnar væru farnar, en hann meig vel undan þeim, ég skipti um þær, bíllin hætti því miður ekki að leka, en hinsvegar minkaði það umtalsvert, þá var farið með ljós og skoðað og kom í ljós að bíllin er að leka með tímalokinu, en M60 mótorarnir eru jú þektir fyrir að mígleka olíu á þessum tveimur stöðum, þetta er sona síðast á to dop listanum, enda þarf ég ekki að bæta á bílin nema sona.. 1-2 í mánuði og bara smá slurk,
ætlunin var alltaf að sona létt pimpa bílin í útliti eftir að hann væri komin í lag, þá sértaklega með felgum og xenon, þetta dróst alltaf á langin útaf áður nefndum aðgerðum, svo eins og flestir vita hérna þá kom ég að bílnum þegar ég var að fara úr vinnuni öllum beygluðumn á hliðini, en það hafði einhevr bakkað utan í hann,
það lagar víst ekki bílin að væla og lítið annað en að laga þetta, ég festi mér 17" felgur undir bílin sem lúkka sæmilega, og gerði mér ferð í B&l í eitt skiptið enn, og pantaði hjá inga alla listana á hliðina á bílnum nýja, bæði hurðalistana efri, listan á brettin og svo listana sem koma undir hurðarnar, og fékk réttara til að skoða bílin og gera tilboð í verkið, auk þess að samlita sílsana a bílnum og neðri part stuðarana, samningar náðust. og núna er bíllin bara að bíða eftir að þetta verði klárað,
jahháa

ég er eflaust að gleyma einhverju, en þetta er búið að vera frekar mikið þrautaganga að koma þessum bíl í almennilegt lag, en þetta eru jú stórar dýrar og flóknar maskínur og ansi fljótar að fara sona ef þeim er ekki sinnt, og á þessum aldri er bara komið að viðhaldi, eins furðulegt og það hljómar segir það voðalega lítið tilk um eintakið sem slíkt í sona bíl, en það er þó alveg deginum ljósara að bíllin var mun meira bilaður en hann átti að vera, EN núna er þetta svo gott sem búið, á bara eftir að henda dótinu sem ég er búin að kaupa í, og þá getum við farið að segja þetta gott,
vonandi að einhevrjum þyki þetta áhugavert

og að einn áhveðin aðili geti skilið af hverju bíllin er ekki til sölu á þann pening sem ég keypti hann á, en áhugasamir ættu að kynna sér verðin á þessum hlutum sem ég er búin að vera kaupa
hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af honum rétt áðan, en ég átti víst bara alveg sérstaklega lelegar myndir af bílnum,
þessar eru ekkert góðar en betri en hinar
