Jæja saga skera klippa meira
Núna er bíllinn búinn að ganga í gegnum smá skurðaðgerð aftur. Við vorum ekki alveg vissir í byrjun hvort við myndum skera skemmdina úr að framan og nota bitann úr partabílnum. Sem er nú samt merkilega lítið ryðgaður miðað við restina af bílnum. Þarf að sjóða í eitt gat.
Við byrjuðum á að toga í bílinn og tjónið gekk að mestu til baka. Allt mælt í spað miðað við partabílinn og bíllinn er að verða réttur. Þegar við vorum búnir að toga í hann sáum við að það þýddi ekkert að halda þessu tjóni svona þannig við ákváðum bara að skipta.
Við höfum ekki ennþá séð hvort demparastruttinn sé skakkur. Ég á þá annann ef svo er.
Jæja smá myndir af "Makeover".
Jæja hérna er búið að skera úr greyinu.
Struttinn lafir fallega
Skot að framan
Svo er afturbrettið einnig fokið af. Gaman að segja frá því að ég fann smá ryð

hehe, virðist sem það hafi náð að ryðga aðeins úr frá tjóninu. En þetta verður að sjálfsögðu skorið úr og lagað.
Heildarmynd
Stykkið sem skorið var úr.
Stefnan er að klára bílinn jafnvel í þessum mánuði. Sjáum hvernig þetta gengur. Króm stuðararnir mínir eru farnir í sandblástur þannig ég býst við þeim voðalega sætum fljótlega.
Ein bbs felgan hjá mér var orðin ansi ljót af bremsusóti og ég fór því í leitina hérna á spjallinu og fann að Wurth seldi álfelguhreinsi sem virkaði ágætlega. Ég náði mestu af felgunni en sumt er mjög brennt greinilega inn þar sem fyrrverandi eigandi hefur ekki þrifið felguna almennilega. Ég býst ekki við reyna betur við þetta með felgusýrunni , gæti farið að taka húðunina af felgunni.
Næsta skref hjá mér er því að fara skera úr partabílnum. Það gerist næstu helgi.