Svezel wrote:
Kristján Einar wrote:
já ætlaði líka að bæta við að e30 með lsd og öllu væri frekar useless, afturdrifnir bílar eiga einfaldlega ekki séns í framhjóladrifna og framhjóladrifnir ekki séns í fjórhjóladrifna...
haha comment ársins

Mér finnst nú full djúpt í árina tekið að kalla þetta komment ársins
Það er auðvitað talsvert mikið um afturhjóladrifna velgengni í rallýsögunni en í dag þá eru nú held ég bara engir nýjir afturhjóladrifnir bílar að keppa og framhjóladrifnir bílar eru mjög mikið notaðir og standa sig bara mjög vel. Undirstýring er ekki neitt vandamál í þeim, þessir kappar kunna alveg að nota handbremsuna.
Sjálfur hef ég tekið í framhjóladrifinn rallýbíl og það var bara stórskemmtilegt og handlingið var magnað. Ég hef líka fengið góða túra í fjórhjóladrifs rallýbílum og auðvitað eru það bara annarskonar tæki.
Til gamans má reyndar geta þess að sá bíll sem þótti hvað erfiðastur í rallý vegna undirstýringar var Audi Quattro. Þetta fer því eðlilega eftir bílunum enda er til slatti af yfirstýrðum framhjóladrifsbílum.
Kristján Einar lifir og hrærist líka í aksturssporti með fjölskyldunni sinni og þar á bænum er eflaust rætt mikið um þessi mál og ég held hann viti nú alveg hvað hann er að segja þó hann hafi kannski ekki haft söguna í huga - þar sem afturhjóladrifnir bílar hafa staðið sig með ólíkindum vel á meðal fjórhjóla- og framhjóladrifs bíla.