Jæja... kominn aftur á bls. 4. Þá er kominn tími á update!
Nú er það bæði show and go.
Nýtt frambretti eftir smá torfærur á Rallýkrossbrautinni í fyrra

og sprautaður framendinn, húdd, spegill og eitthvað smálegt. Mjög mikill munur að vera laus við allt (eða öllu heldur mestallt eftir Akureyrarferð síðustu helgi) steinkastið. Hann var orðinn ansi freknóttur að framan greyið. En núna bara bling!

Eins og er er hann de-badged en ég er kominn með 328i merki og ætla að halda því, Autohaus Weber logoið fær aftur á móti að fjúka

Maður reynir aðeins að synda smá á móti straumnum og fara ekki út í shadowline og de-badge
Og Go-ið... Swaybars frá UUC - Swaybarbarian.

Alger eðalbreyting! Í fyrra fannst mér hann leggjast of mikið (bodyroll) og undirstýra á brautinni og þessvegna skellti ég mér á þennan pakka og þetta breytir bílnum alveg ótrúlega mikið! Mig vantar bara að komast á brautina til að prófa þetta almennilega.
Stangirnar eru stillanlegar og kannski maður stilli það eitthvað til þegar það kemur betri reynsla á þetta en eins og þetta er núna þá er bíllinn mikið betri! Hann liggur miklu betur í beygjum og er ekki að "plægja" eins mikið og áður ef maður tekur á í beygjum, núna bara beygir hann og ég á nokkuð langt í að finna hvar limitið liggur.

En þetta er nú bara búið að vera undir í 1 dag svo það á kannski eftir að koma aðeins meiri reynsla á þetta.
Því miður engar myndir ennþá svo þið verðið bara að ímynda ykkur blingið.
