Ég prufaði gripinn í dag.
Ég hafði aldrei prufað E38 bílinn og greip þessvegna tækifærið þegar ég var að ná í lyklana að 528i bílnum mínum.
Ég var búinn að sjá að það vantaði loft í dekkin á greyinu. Svo ég fór á bensínstöð og dældi í dekkin. Það var fyrir neðan 20pund á tveim og fyrir neðan 10 á einu
En bíllinn er mjög fínn í akstri. Þetta rifjaði upp 523i aksturinn þegar ég var með svoleiðis bíl á leigu í 2 vikur úti. Mjög fínt að keyra og ekkert sem ég fann að. Eina sem ég varð var við var mögulega að demparinn vinstra megin að framan væri ekki að virka fullkomlega. Algjört smáatriði. En útlitslega sýndist mér hann vera fínn. Smá tjón á aftara bretti h/m. Þarf svo að kaupa ný dekk á hann.
Orkan er alveg sæmileg. Vélin þarf að vísu að fara upp á snúning til að rífa bílinn áfram, en mér fannst upptakið fínt í honum. Ekkert sleðalegt við það. Undir 3000 snúningum fannst mér ekki mikið gerast, en svo fínt bara og vélin heldur sér á snúning milli skiptinganna. Ég væri til í að prufa 740i og finna muninn (að ég tali ekki um 750i líka, þó það sé annar handleggur).
Búnaðurinn í bílnum alveg frábær. Leður og rafmagn hægri og vinstri.
Ég efa að maður gæti flutt svona bíl inn fyrir minni pening, þetta er fínn prís á bílnum.
Usss, ég væri jafnvel til í að eiga svona bíl í vetur
Sæmi