Er búinn að vera að þvælast hér í New York í tæplega viku með frúnni.
Er að koma til USA 2. skipti - kom síðast hingað þegar flestir á Kraftinum fyrir utan mig, Sæma og Alpina voru ekki fæddir eða voru nýfæddir, þe. 1986.
New York er HUGE, LOUD og CROWDED. Erum á hóteli upp á 94. stræti sem er ekki alveg í center en subwayið bjargar málunum algerlega - er mjög fljótvirkt.
Stressið hér er mikið og ekki til snefill af þolinmæði. Umferðarmenningin er einnig spes og það mætti halda að flautan sé tengd við bremsupedalann á bílunum hérna. Það er svoleiðis legið á flautunni ef einhver dirfist að hægja á sér.
Fórum fyrsta daginn í ferð með túristastrætó um Manhattan (mæli með því):
(ath. myndir teknar ýmist á imbavél eða síma => vond gæði)
Gaman að sjá mismunandi hverfi á Manhattan og hvað það er mikill munur. Reyndar skildi maður ekki allt sem guideinn var að segja - hún var úr kínahverfinu og talaði mjög tæpa ensku og virtist þar að auki vera á einhverjum sterkum efnum.
Næsta dag var farið með bus í fyrirbæri sem heitir Woodbury Common. Þetta er klukkutíma ferð yfir til New Jersey. Þetta dæmi er Outlet markaður þar sem helstu merkin eru með búðir. Það var svolítið freaky stemmning þarna - allt squeaky clean og fínt, músík í hátölurum og reynt að búa til svona smábæjarstemmningu. Mér fannst ég hins vegar vera staddur í The Truman Show - veruleikinn var svo tilbúinn:
Það var allt fáránlega ódýrt þarna.
Það var frekar fyndið að fyrsti BMW bíllinn sem ég sá hérna úti var E30 cabrio, hvítur með svörtum toppi. Eigandinn var verulega stoltur af honum eins og félagi hans á klakanum. Annars er allt morandi í X5 hérna - liggur við að meira en helmingur af þeim BMW sem maður sér hérna séu X5. Hér eru annars 2 sem ég sá eitt kvöldið. Fyrst er það lagleg sexu blæja - flott svona hvít:
Svo var það ein verulega sver sjöa - LLi eða bara L........i :
Svo var náttúrlega tekinn rúntur að skoða frelsisstyttuna og Ellis Island:
Maður má ekki fara upp í styttuna út af 9/11 stressi sem er alveg í full force úti. Það var vopnaleit áður en við fórum í ferjuna, gegnumlýsing á dóti etc.
Svo þegar við fórum frá Liberty Island (þar sem frelsistyttan er) yfir til Ellis Island þá fylgdu 2 svona gaurar ferjunni:
Mér fannst hins vegar frekar fyndið að sjá svona vítismaskínu knúna HONDA!!
Það var gaman að skoða Ellis Island og hér er mynd úr salnum þar sem milljónir þurftu að fara í gegnum á leið sinni til USA:
Það er safn þarna þar sem var farið í gegnum innflytjendamálin í kringum 1900 þegar mest var að gera þarna. Sýnt þegar var verið að kenna útlendingunum ensku og hvernig USA virkaði, auglýsingar og blöð á pólsku, rússnesku, etc. Skyndilega fékk maður bara nett deja vu - þetta er eins og Ísland í dag
Hér er síðan mynd á leiðinni frá Ellis Island þar sem kerlingin sést í sólsetrinu:
Á sunnudaginn fórum við í þessa búð, BHPhoto sem er ein rosalegasta ljósmynda/video/græjusjoppa í heimi. Þarna er ALLT til - sjá
http://www.bhphoto.com:
Búðin er rekin af gyðingum og frekar fyndið að sjá þá þarna með pottaleppana á hausnum og krullað hár/skegg niður á axlir innan um allar græjurnar.
Það var hins vegar svo stappað þarna að maður gat ekki hugsað - hvað þá verslað - þannig að við ákváðum að koma aftur á mánudeginum. Byrjuðum þann dag á að fara upp í Empire State en þar fyrir utan rakst ég á þennan kagga á BBS stuffi:
Uppi var útsýnið flott en mikil helv. mengun er þarna
Svo hélt ég að ég væri að verða klikkaður þegar ég sá Concorde niður við á:
En þetta er satt og rétt - það er Concorde þarna á safni. Furðulegt að sjá hana þarna samt.
Hér er síðan útsýnið af 102 hæð í átt að Central Park:
Fórum síðan aftur í BHPhoto og þar gerði ég heiðarlega tilraun til að bræða úr kreditkortinu. Þegar ég var að tala við sölumann og spurði hann hvort það væri alltaf svona þétt að gera þá sagði hann að þetta væri nú bara rólegt - daginn áður (sunnudaginn) höfðu 10.000 manns komið í búðina!!!!!
(segi og skrifa tíu þúsund).
Anyways, leggjum í hann aftur heim á morgun. Þetta er búið að vera fínt.
Það sem stuðar mann samt mikið hérna er hvað það er allt miðað við að fólk geti ekki hugsað. Mikið af óþarfa störfum hér þar sem fólk er í fullri vinnu við að raða í raðir (ekki að grínast), segja manni að fljúga ekki á hausinn þegar maður fer úr rúllustiga, etc. etc. Full mikið idiot proofing fyrir minn smekk.
Það góða er að hér er verðlag gott, hrikalega mikið úrval og nóg að gera og skoða. Fór í Sony Store hér í dag og þar er BARA mikið flott stuff til sölu og maður fékk þar margar flugur í höfuðuð - kannski meira um það síðar

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...