bebecar wrote:
Mér finnst bara rökin fyrir því að loka á þetta frekar veigalítil. Eru þau ekki helst þau að forðast að menn séu með skítkast. Það er nú ekki mikið mál að eyða slíkum þráðum út.
Það er líka oft þannig að menn sejga eitthvað sem skiptir máli frekar ef það er ekki undir nafni.
Það var mikil umræða um svona mál á innherja síðunni á visir.is en þar hafa oft komið mikilvægar upplýsingar úr viðskiptalífinu og menn skiptast á skoðunum einmitt vegna nafnleyndar.
Einu haldbæru rökin fyrir því að breyta þessu er sú að það er hvimleitt að notast við svona síður ef maður heitir svo raunverulega Gestur og hefur valið sér það nikk

Ég held að innherjasíðan hjá Vísi sé ekki gott dæmi í samanburð á reglum á spjallborðum varðandi gestapósta og nafnleynd.

Ég fór aðeins á flakk og athugaði þrjú spjallborð, hjá Live2Cruize, Ferðaklúbbnum 4x4 og Hugi.is/bilar og allstaðar þarf að skrá sig inn til að geta póstað svo þetta er ekki svo óvenjulegt.
En óháð öllum samanburði við aðrar síður þá finnst mér þetta alveg tilvalið að takmarka pósta við skráða notendur. Það er nú ekki svo mikið mál að skrá sig og ekki eins og þurfi að gefa upp miklar persónuupplýsingar eins og t.d. hugi.is sem krefst þess að gefa upp kennitölu

við skráningu.