Það er margt kostulegt þarna...
Quote:
35. gr. Óþarfa hávaði o.fl.
1. mgr.: Óþarfa hávaði frá vélknúnu ökutæki 10.000
Hvað er eiginlega óþarfur hávaði? Það er ansi mikið matsatriði - er ansi hræddur að þessir með fretkútana finnist þeir hvorki valda hávaða, þess þá heldur að hann sé óþarfur.
Þetta er svosem virðingarvert að reyna að stöðva ölvunarakstur svona fyrir jólin - en samt svona eins og verið sé að hengja bakara fyrir smið.
Quote:
46. gr. Áfengisáhrif o.fl.
1. og 3. mgr.: Veitingamenn, þjónar eða bensínafgreiðslumenn reyna ekki að koma í veg fyrir ölvunarakstur 10.000
Svo er eins gott að skafa almennilega á morgnana - þær verða víst margar frúrnar sem eigi eftir að fá sekt í vetur út af þessu...
Quote:
- hélaðar rúður 5.000
Þetta lýst mér reyndar sérlega vel á - það er alltof mikið að fólk fleygji rusli út um gluggana á bílunum eða geri eitthvað þaðan af verra.
Quote:
77. gr. Óhreinkun vegar o.fl.
1. - 2. mgr.: Munum fleygt eða þeir skildir eftir á vegi þannig að þeir hafa í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferð 10.000 – 30.000
Eins geta ökumenn nýtt sér þetta ákvæði því það er oftast sem vegamerkingar eru vita gagnslausar og jafnvel hættulegar þegar vinna er í gangi...
Quote:
86. gr. Merkingar þegar röskun á vegi vegna vegavinnu eða af öðrum ástæðum veldur hættu
Ófullnægjandi merking 5.000 – 20.000
Annars er þetta pínötts miðað við sektirnar sem atvinnubílstjórar þurfa að hlíta eins og þegar þeir gleyma að skipta um ökuskífurnar
