Sælir.
Fór á flakk og gróf upp nokkrar upplýsingar og myndir af nýju sexunni (E63 og E64) og safnaði saman. Varð aðeins meira en ég bjóst við en vona að einhverjir hafi gaman af.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann kemur sexan um vor eða um mitt ár 2003. Reyndar hleypur sá tími alveg fram til ársins 2004 (samkvæmt BMW Group Annual Report sem ætti að vera nokkuð traust heimild en gæti verið að tala um Convertible/Cabrio útgáfuna). Fyrst kemur Coupe útgáfa (E63) og ca. ári seinna kemur Cabrio (E64). Svo gætum við séð M6 koma eitthvað á eftir eða um svipað leiti og Cabrio útgáfan.
I-Drive kerfið eins og kom með E56 sjöunni gæti orðið staðalbúnaður. Væntanlega verður hann í boði 6 gíra beinskiptur eða með 6 gíra steptronic skiptingu. M6 verður líklega í boði með SMG skiptingu eins og í E46 M3 bílnum.
Áætlað er að verðið á Cabrio byrji einhversstaðar í kringum $47000 (samkvæmt TCC)
Nokkrar vélartýpur eru væntanlegar:
3,0 lítra I6, 231hö ( Wheels24 segir V6 en það finnst mér mjög ólíklegt)
3,6 lítra I6, 272hö ( Wheels24 segir V6 en CBG og TCC segja V8 )
4,5 lítra V8, 329hö ( 4,4 lítra samkvæmt TCC)
5,5 lítra V10, 500hö ( BMW Information segir 5,0 lítra og Autonet segir 4,5 450hö V8 )
Miðað við myndirnar þá verður bíllinn nokkuð breiður og lágur og virðist samsvara sér mjög vel þannig. Bíllinn er bara nokkuð rennilegur og lítur mun betur út en E60 fimman miðað við myndirnar sem hafa sést af henni. Engu að síður er margt í útliti bílsins sem, eins og verður með fimmuna, mun erfast frá sjöunni.
Hér eru flestar myndirnar:
Á vef BMW Information er að finna myndir sem eru ekki neitt photoshop dæmi en bíllinn samt nokkuð mikið maskaður.
Á vef Wheels24 er líka að finna myndir, bæði photoshop dæmi og alvöru maskaðir bílar.
Einnig eru flestar síðurnar sem ég nefni í heimildunum með eitthvað af myndum.
Jæja.. læt þetta duga, þetta ætti að gefa okkur einhverjar hugmyndir um hvernig kagginn verður. Það er greinilega nokkuð mismunandi sögur um hvernig vélarnar verða og hvenær bílarnir koma en ég held við ættum að geta beðið nokkuð spenntir eftir bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.

Heimilir: