Jæja. Láttu okkur endilega vita hvað tryggingafélagið býður þér.
Og ef þeir eru að fara að bjóða þér eitthvað klink þá skaltu lesa eftirfarandi.
Umferðarlög nr. 50/1987, Grundvöllur ábyrgðar og Greiðsluskylda...::
Code:
* 88. gr. Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns.
Code:
95. gr. Vátryggingafélag er greiðsluskylt gagnvart tjónþola vegna bótakrafna skv. 1. mgr. 91. gr.
Athugið "SKAL BÆTA ÞAÐ TJÓN". Þetta getur aðeins skilist sem svo að það eigi að bæta ALLT það tjón sem hlýst af notkun ökutækisins!
Ábyrgðartryggingin færir þessa ábyrgð yfir á tryggingafélagið.
Tryggingafélagið SKAL sum sé bæta ALLT tjón sem hlýst af notkun á bifreiðinni.
Og skv. 4.mgr.91.gr. sömu laga eru þeir fébótaskyldir allt að 175 milljónum króna vegna tjóns á munum. Þetta er háð verðlagsbreytingum og veit ég ekki hvernig nýjustu tölur hljóma en þær hafa ekki lækkað.
Þetta með að þau séu að borga klink fyrir gömlu en vel viðhöldnu bílana ykkar í stað þess að gera við smávægilegar skemmdir, það getur ekki staðist þessi lög!
Sumir hérna eiga alveg ómetanlega bíla, bíla sem voru algengir í den eru nú flestir ryðhrúgur og/eða druslur. Sumir hafa semsagt haldið þessum bílum í góðu ástandi og ætti því að meta bílinn eftir því. Algerlega óréttlátt að ég eigi að tapa á því að það sé klesst á mína '88 árgerð af Corollu sem er kannski með óaðfinnanlegt lakk og mótorinn í fullkomnu ástandi. Bifreiðin jafnvel með fullkomna þjónustubók.
ÞIÐ eruð að borga þeim fyrir að taka fébótaábyrgðina á sig. Ef þeir eru að væla útaf því að bíllinn sé of gamall eða eitthvað þá bara SVEKKJANDI fyrir þá! Þeir voru ekki neyddir út í þennan starfsvettvang.
Það EINA sem ég sé þeim í hag er í Skaðabótalögum nr. 50 frá 19 maí 1993.
Code:
24. gr. Lækka má bótafjárhæð eða fella niður skaðabótaábyrgð ef ábyrgðin yrði hinum bótaskylda svo þungbær að ósanngjarnt má telja eða álíta verður að öðru leyti skerðingu eða niðurfellingu sanngjarna vegna mjög óvenjulegra aðstæðna. Þegar metið er hvort ástæða sé til að beita heimildinni skal líta til þess hve mikið tjónið er, eðlis bótaábyrgðar, aðstæðna tjónvalds, hagsmuna tjónþola, vátrygginga aðila og annarra atvika.
En það er dómari sem ákveður að bótafjárhæðina skuli lækka, ekki tryggingafélagið. Þú skalt bara heimta sanngjarnt verð fyrir bílinn.
Já, tryggingafélög og skaðabætur er heitt umræðuefni fyrir mig
PS.
Það er A/C í mínum 320 '92.