Ég fékk EVO í gær og rét tnáði að lesa um næstu kynslóð M6.
Bíllinn verður HUGE en á að vera í anda síðustu sexu en með enn meiri áherslu á aksturseiginleika. Hann verður boðinn með dynamic drive og einhverjum fleiri skammstöfunum.
M6 bíllinn verður svo með V-10 vél, nýþróaðri (eðlilega) og mun hún verða 500 hestöfl en með góðu svigrúmi fyrir aukningu á afli.
Mér finnst gaman að BMW skuli ekki láta ofur hestaflabílana frá Benz fæla sig út í að gera einhverja vitleysu eins og að skella á þetta túrbínu eða eitthvað til að toppa þeirra hestaflatölu.
Þetta verður N/A bíll með hröku fínum manners.
Í blaðinu var líka minnst á að það hefðu verið framleiddir 5 M8 tilraunabílar á sínum tíma sem hefði svo verið hætt við að framleiða vegna gróðurhúsaáhrifa og alls græningja bullsins em leiddi af því... Sá bíll var með 550 hestafla vél! Vélin í þeim bíl var svo notuð í McLaern F1 með nokkrum breytingum þar sem aflið var þvingað vel upp fyrir 600 hestöfl...
En hugsið ykkur bara - ef þeir hefðu framleitt M8 - 550 hestafla bíll og það fyrir 10 árum síðan!!! Hvar væri þá hestafla kapphlaupið í dag?
Þessi bíll þarf samt að vera ANSI góður til að slá þenna út útlitslega og líka bara almennt séð...

Gamla sexan var framleidd í 13 ár og var í enda sölutímans enn talinn besti Coupé bíllinn hvað varðar dínamík og aksturseiginleika.
