Loksins er ég orðinn BMW eigandi
Fyrsti gripurinn minn hefur víst komið við sögu hér á kraftinum áður.
Þessi bíll var áður í eigu Bjarka og núna síðast Gunna formanns.
Það sem um ræðir....
BMW 518, E28 módel
Nýskráður 23.10.1987 og er því orðinn 19 ára gamall.
M10B18 - 1767cc
Boddý er ekið 222.000 km.
Bjarki skipti um vél í þessum bíl sumarið 2004 eftir að stimpill gaf sig í gömlu.
Það var sett önnur M10B18 ofan í ekin aðeins 140.000 km þá, en það eru 12.000 km síðan.
Rafmagn í rúðum að framan og speglum. Manual topplúga.
Samlæsingar
Shadowline
Gjörsamlega óslitin sæti og innrétting. Ekki einu sinni saumspretta á sætunum!
Blaupunkt geislaspilari (sett í af Gunna formanni).
Það sem hrjáði bílinn var EKKI NEITT.
Settur var annar rafgeymir í bílinn og farið út að aka í gærkvöldi
Við Gunni bróðir héldum að annar afturöxullinn væri búinn að gefa sig, en þegar var verið að tjakka bílinn upp,
kom í ljós að felguboltarnir voru bara LAUSIR
(Gunni búinn að keyra alla leið frá RVK-KEF með lausa bolta, hehe

)
Þannig að öxulvandræðin voru úr sögunni með að herða boltana bara
Svo ef einhverjum vantar, þá á ég tvo heila öxla úr 525 e28
Ég ætla mér að eiga þennan bíl í vetur og koma honum í þokkalegt ástand.
Svo að lokum eru hér myndir frá því þegar ég náði í hann í Keflavík.
Og litlu bifvélavirkjarnir mínir stóðu með mér í gegnum þetta allt saman
