Gaman að þessu.
Það virðist nefnilega ekkert vera sjaldan sem þessi kompaní eru að flytja hingað inn svona bíla í myndatökur og annað svoleiðis. Chrysler hefur td. gert þetta með Grand Cherokee-inn, fór með hann upp á jökul löngu áður en hann kom út.
Annars er alveg ótrúlegt að sjá þessa bíla up-close. Ég var einmitt í Maranello á Ítalíu síðasta sunnudag og skoðaði þar Galleria Ferrari. Rosalegt að sjá alla síðustu keppnisbíla Ferrari í F1 og ekki síður Enzo sem er ekki algengt að sjá nema kannski á síðum bíla-blaðanna.
Svo ef maður á fyp (fuck you peninga) hefði maður getað eytt nokkrum hundrað þúsund köllum í að kaupa sér notaða keppnishjálm frá Schumi eða keppnisstýri úr F1 bíl.
Annars var alveg stórgaman að keyra um Ítalíu og sjá alla þessa bíla sem maður sér ekki á Íslandi. Allt frá nýja MG roadsternum, Lancia Delta Integrale, Ducatti hjól og svo margt margt meira. Frábær upplifun fyrir bílakallinn.
Nú skil ég hvað bebecar var að meina með tali sínu um Delta Integrale.
Kveðja.