Þarsem bílarnir mínir eru komnir norður ætla ég að leifa mér að oftopicast aðeins og tala um bílinn sem ég er á þessa dagana hér fyrir sunnan.
Þetta er citroen sem vinnan á og það sem mér finnst alveg meiriháttar heimskulegt er sjálfvirki rafmagnsrúðufídusinn.
Þetta er þannig að ef ég vil setja rúðuna alveg niður þá venjulega íti ég bara létt á takkan og hún fer niður, en í þessum bíl á ég að halda inni í smá stund (kanski 1/4 af ferð rúðunar niður) áðuren ég get slept og hún skilar sér sjálf restina.
Þetta er heimska!! ef ég er að nýta þennan fídus er það af því að mig vantar hendina aftur og þessvegna ætti að vera nó að rétt íta á takkann og þá færi allt að gerast, svo ef ég vil setja rúðuna niður til hálfs þá þíðir ekkert að halda inni 1/2 af leiðini því þá að sjálfsögðu hedur hún áfram alla leið niður! Þannig að annaðhvort er það að íta, halda inni, sleppa og íta svo aftur þegar hún er hálfnuð eða að tikka hana niður..
Heimsku heimsku frakkar
Jæjja.. þetta var gott
Sorry með öll "Y".. sem vantar öruklega
