bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 10. May 2025 03:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
 Post subject: Bílaábyrgð
PostPosted: Fri 03. Nov 2006 16:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 18. Feb 2005 22:18
Posts: 657
Ég rak augun í þetta :)

Bílaábyrgð

Vörður Íslandstrygging hf. hefur frá haustdögum 2005 selt svokallaða bílaábyrgðartryggingu. Vátrygging þessi tekur til bilana eða galla í vélbúnaði bifreiða. Auk þess tekur vátryggingin til kostnaðar vegna flutnings bíls á verkstæði og bílaleigubíl í allt að sjö daga standi viðgerð lengur yfir en einn sólarhring.

Hægt er að fá tvær tegundir af bílaábyrgð.
1. Grunnábyrgð; tekur til bilana eða galla í mikilvægum hlutum vélar og drifbúnaðar.
2. Víðtæk ábyrgð; tekur til bilana og galla í flestum kerfum bílsins, s.s. vél, drifbúnað, rafmagn, bremsum o.s.frv.

Hægt er að taka þessa vátryggingu bæði á nýja og notaða bíla og hægt er að velja hversu mörg ár vátryggingin á að gilda. Henni lýkur þó við eftirfarandi tímamörk, hvort sem fyrr ber að höndum:
1. Bíll ekinn 130.000 km.
2. Bíll nær 5 ára aldri frá fyrsta skráningardegi.

Til þess að vátryggja notaðan bíl er nauðsynlegt að leggja fram hjá félaginu ástandsskoðun bílsins frá viðurkenndri skoðunarstöð. Félagið áskilur sér rétt til þess að hafna vátryggingu á bíl án sérstakra skýringa. Ástæður þess geta verið slæmt ástand bíls við vátryggingartöku eða að bíll sé af tegund sem almennt er ekki seld á Íslandi og varahlutir eða viðgerðarþjónusta því ekki aðgengileg.

Vátrygging þessi er tekin til árafjölda að eigin vali og iðgjald þarf að staðgreiða fyrirfram. Vátryggingin fylgir bílnum sé hann seldur. Endursala kann því að vera auðveldari og verðmæti bílsins eykst ef ábyrgð fylgir honum.

Iðgjald fyrir Grunnábyrgð er frá kr. 17.200 - kr. 25.500 á ári.
Iðgjald fyrir Víðtæka ábyrgð er frá kr. 28.500 - kr. 46.900 á ári.
Iðgjaldið fer í báðum tilfellum eftir vélarstærð og búnaði bíls. Aukaiðgjald er tekið ef bíllinn er búinn forþjöppu. Í ofangreindum iðgjöldum er ekki innifalinn almennur viðskiptaafsláttur félagsins.


http://www.leit.is/thjonsla/go.aspx?url ... is&id=6704

_________________
gaui1969@gmail.com
e36 coupe 318is. Seldur
e36 convertible 325i
e21 1982 323i
e30 top chop
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 03. Nov 2006 17:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Pfff bara fyrir eitthvað glænýtt dót :lol:

Quote:
1. Bíll ekinn 130.000 km.
2. Bíll nær 5 ára aldri frá fyrsta skráningardegi.

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 03. Nov 2006 18:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 22. Mar 2006 02:34
Posts: 2847
gott að nota þetta ef maður á imprezu


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 44 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group