Los Atlos wrote:
Ég held að menn skulu fara varlega í stóru orðin og kinna sér reglur aðeins meira.
Það er svoltið til sem heitir hálfur forgangur og heill forgangur.
Lögreglan er aðeins að biðja um forgang þegar hún er með ljósin á.
einhvernvegin grunar mig að þeir hafi nú samt enganvegin fullt leyfi til að keyra eins og mofoar eins og þeir gerðu í morgun. Ég er ekki að segja að þeir geri þetta allir, enda hef ég ekki séð þetta áður. Ef þetta hefði ekki verið lögreglubíll, hefði nú alveg pottþétt einhver hringt á lögregluna til að klaga ökumanninn.
Mígandi rigning og ömurlegt skyggni.. Frekar dymmt, og allt í hvínandi botni og brunað yfir 3 akreinar í einum rykk. Ég hefði ekki farið að segja frá þessu hér ef þetta hefði verið eitthvað smotterí sko. Þeir voru að keyra eins og bavíanar. Og það er eitthvað sem þeir hafa væntanlega ekki leyfi fyrir.
Lögreglustjóri fær email um þetta mál og hann skoðar þá væntanlega ökurita og fleira og metur það eins og honum sýnist

Ég ætla ekkert að fara að gera neitt svaka mál út úr þessu, en þetta var mjög kjánalegur akstur. Og stórhættulegur.
Það væri nú allavega furðulegt að "vernda almenning" með því að leggja hann í stórhættu
