Þessi bíll er rosalegur.
Hér er gamla auglýsingin frá Sæma:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7840
Fáir gleyma bílnum en enginn þessari setningu:
Quote:
en þessi bifreið fer ekki fyrir klink og gamlan vídeólager.
Ef ég væri að selja bílinn myndi ég reyna að fá sem mest fyrir hann, enda bíllinn virkilega góður.
Atli setur upp ákveðið verð svo segir hann: "Svo er bara að bjóða og sjá hvað kemur út úr því......"
Ef menn hafa áhuga tala þeir við Atla og gera honum tilboð sem hann svo tekur eða hafnað. Þannig gerast víst kaupin á eyrinni.
Verðþróun á M5 bílum er nokkuð sérstök.
Mjög dýrir nýjir, lækka svo mjög hratt, stoppa í ákv. tíma, fara svo aðeins niður en koma svo aftur upp.
e28 M5 eru mjög dýrir
mér finnst eins og góðir m5 e34 hækki í verði.
Ódýrstir um 3þús € og þá eru það alveg þreyttir bílar, svo bara uppúr.
E39 m5 eru á um 15-20þús € þ.e. >3milljónir en þeir kostuðu nú e-ð aðeins meira en það nýjir.
En það er bara lögmál markaðarins sem ræður þessum verðum, framboð og eftirspurn.
Gangi þér vel með söluna.