Los Atlos wrote:
Þessir hottintottar þarna á alþinginu vita ekkert í sinn haus. Hvað ef Nonni er á næturvakt og ætlar að skreppa í 10 11 og kaupa sér eitthvað að éta kl 3 um nótt.
Þá á Nonni að biðja mömmu sína um að smyrja handa honum nesti og skutla honum svo í vinnuna.
Los Atlos wrote:
Þessi ofsakstur er mikið til vegna þess að það eru ekki neinar akstursbrautir þar sem menn geta tjekkað á því hvað bílarnir komast hratt o.s.f.r.
Þetta myndi stórminnka ef það kæmu nokkrar svona brautir hérna á klakann, sumir sem ég hef talað við segja þetta sé bara kjaftæði og fólk myndi þá bara kunna á bílana sína betur og færi að þjösna þeim meira innanbæjar en það er bara ekki þannig í flestum tilfellum. ef fólk er að læra á bílana sína í öruggu umhverfi laust við aðra umferð, staura, kantsteina og fleiri þannig slisavalda þá má alveg gera mistök. í hinu raunverulega umhverfi má varla gera nein minnstu mistök án þess að illa fari og þegar illa fer kostar það yfirleitt altaf mikla peninga. Ég er viss um að margir þekkja það af eigin reinslu.
Mikið til í þessu. Til þess eru kvartmílubrautin og leikdagarnir. Svo er (vonavonavona) alvöru braut á leiðinni.