Ég hef keyrt helling á blizzak á ssk benz 190e og líka einn vetur á 535i. Mjög góð í snjó og hálku. Ekkert sem stoppaði 535 á 16" og opnu drifi en þau eru alveg hrikalega leiðinleg við aðrar aðstæður, mjög mjúk þannig að það er lítill stöðugleiki í "líflegum" akstri. Ég var allavega að verða mjög þreyttur á þeim í lok veturs á 535 en hafði reyndar ekki sumardekk á felgum til að svissa sem myndu bjarga málunum þegar aðstæður leifa.
Ætla persónulega næst að fá mér performance vetrardekk í líkingu við dunlop m3 ef ég hef ekki aukafelgur á sumardekkjum til að skipta. Annars myndi ég fá mér nokian dekkin á vetrarfelgurnar þar sem þau koma yfirleitt ef ekki bara alltaf best út við vetraraðstæður af naglalausu dekkjunum samkvæmt þessum þarna sænsku prófunum ef ég man rétt.
Annars er já bara að skoða tirerack síðuna, ætti að gefa þér ágæta mynd af dekkjunum í boði þar og nokkrir samanburðir.
...og, ég er já alvarlega að spá í að skjóta þig fyrir að taka nagladekk fram sem kost
