gstuning wrote:
drolezi wrote:
ValliFudd wrote:
Ég spurði lögfræðing útí þetta atvik... Hann var ekki í svona málum en hann taldi að lögfræðingur myndi biðja um einhver sönnunargögn frá lögreglu tengd málinu... og fengi náttúrulega EKKERT... því þeir hafa ekkert nema einn post-it miða með bílnúmeri og hraða á hehe...

Já, en þessi post-it miði er vottaður af tveimur lögreglumönnum. Sem gerir hann að eðal sönnunargagni.
enn honum fylgir ekkert auka,
þótt að löggann skrifi eitthvað á miða þýðir ekki að það sé sannleikurinn
algildur
..það er alveg rétt að post-it miði sem slíkur er ekki beint til þess að styrkja mál lögreglumannanna og sýna fagmannleg vinnubrögð í verki.
En það sem við megum ekki gleyma, að EF þetta myndi fara í virkilega hart, þ.e. dómsmál og læti. Þá snýst þetta ekki um að e-ð sé sannað 110%, þ.e. að það sé til þinglýst mynd af löggunni vera að ,,nappa" gæjann og benda á klukkuna.
Heldur er sönnunarmat dómara á Íslandi frjálst og felst í því að einungis þar að fá dómarann til að trúa e-ju - sannfæra hann.
Og eins og staðan í þessum málum er, orð tveggja lögreglumanna sem voru að sinna vinnunni sinni og hafa þannig séð engra hagsmuna að gæta við að nappa fólk (ekki eins og þeir fái ,,cut" af sektinni) og eins manns sem jú greinilega hefur hagsmuna að gæta (sekt og ég tala nú ekki um málskostnað) - þá er staðan ansi erfið.
Tek þó fram að gera verður líklegast tiltölulegar strangar sönnunarkröfur til lögreglu og sönnunarfærslu þeirra, þó ekki nema bara vegna stöðu þeirra gegn lítilmagnanum, sbr. meginreglur stjórnsýsluréttarins.