bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 17:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: Inspection II hjá B&L
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 18:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Jæja, ég fór með bílinn í Inspection II hjá B&L. Fyrir þá sem ekki vita þá á ég 1991 módel af M5.

Fyrir þessa Inspection II borga ég 5.5 klukkutíma. Á þessum 5.5 klukkutímum var skipt um olíu, olíusíu, olíu á gírkassa, bremsuvöka, bætt á rúðuvökva og frostlög og hert á handbremsu. Síðan var bíllinn yfirfarinn og skrifað niður það sem er að. Listinn var nú ekki jafn nákvæmur og hjá einhverjum í klúbbnum þar sem var minnst á öskubakka og eitthvað fleira. Aðallega eru það reimar og púðar sem eru slitnir en þeir eiga ekkert af þessu til og þarf að sérpanta. Ég skil svosem að þeir séu ekki með mikið af dóti fyrir M bílana á lager en mér finnst nú lágmark að eiga bremsuklossa. Ég hugsa að Tækniþjónusta bifreiða séu með stærri lager fyrir M bíla en umboðið sjálft.

Síðan borga ég aukalega hálftíma fyrir mótorþvott, klukkutíma fyrir að laga tengi á þokuljósi og hálftíma fyrir að skipta um perur í aksturstölvu. Ég hefði nú haldið að þetta væri innifalið í Inspection II hlutanum.
Einnig var skipt um viftukúplingu sem hafði þvílík áhrif, áður hafði viftan alltaf verið í botni því þessi viftukúpling var ónýt. Bíllinn er mikið þægilegri núna, hljóðlátari og kraftmeiri.

Ég er ekkert óánægður með þetta þannig séð en finnst þetta hafa verið full dýrt. Samtals var þetta um 70 þús, tæplega helmingur var fyrir efni. Ég nennti ekki að röfla mikið yfir reikningnum enda hefði það lítið gert nema skapa leiðindi. Ef það er eitthvað sem ég hef gaman af að eyða í þá er það bíllin minn og núna veit ég að hann er í góðu standi og veit hvað það er sem þarf að laga. En ég efast um að ég láti B&L laga það.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 18:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég var einmitt að panta tíma fyrir bílinn minn á mánudaginn í Inspection II, en ég er búinn að kaupa kerti sjálfur og er að spá í að kaupa klossa líka þannig að ég ætti að geta lækkað verðið aðeins.

Það er rétt byrjað að koma svona léttir dynkir þegar ég bremsa, eru það ekki örugglega klossarnir?

Hvar fær maður góða klossa á góðu verði þar sem orginal klossarnir eru svona dýrir og sóta mikið.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 18:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Ég mæli með Mintex hjá Orkan-Snorri G. Þeir eru á góðu verði og sóta mjög lítið. Veit ekki hvernig þeir endast samt.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 19:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Hvað kostuðu þeir hjá þér?

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 20:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Þeir voru að vísu bara til að framan hjá mér en þeir kostuðu um 4000 sem er helmingi minna en orginal kosta.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 20:21 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þetta kemur mér ekki á óvart, en ekki er það ódýrt. Þú er samt kátur með þetta er það ekki?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 20:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Jújú, ég sé ekki eftir þessu. En fyrir allan þennan tíma sem ég borga hefði verið betra ef það hefði verið gert við eitthvað af þessum hlutum sem eru að. Að það taki vanann mann 5.5 tíma að skipta um helstu vökva og líta síðan yfir bílinn finnst mér soldið hæpið. En ég er ánægður með að hann fann þessa bilun í viftukúplingunni.

Það var líka margt sem þurfti ekki að gera, eins og skipta um kerti, loftsíu, bensínsíu og olíu á afturdrifi. Þori varla að hugsa hvað þetta hefði kostað ef allt það hefði verið gert líka.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 21:30 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hvernig lýsir þetta sér með viftukúplinguna?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 22:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Viftukúplingin stjórnar hraðanum á kæliviftunni, þegar vélin hitnar þá hitar hún þessa kúplingu og hún eykur þá kraftinn í viftunni. Hjá mér var viftan alltaf í botni sem dró kraft úr vélinni og jók hávaðann. Ég finn alveg hvernig bíllinn togar meira á lægri snúning og er allur þægilegri núna.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Oct 2002 23:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta er seigjukúpling. Þegar hún er köld er hún kúpluð frá, og dregur ekki loft í gegnum kassann. Þegar hún hitnar tengir hún saman, og spaðinn fer að draga loft í gegn.

Oft bilar hún þannig að hún fríspóli alltaf (finnur það með að vera með bílinn heitan, og drepa á honum. Ef spaðinn snýst á fullu smá tíma, þá er hún biluð. Getur líka prufað að snúa sjálfur með hendinni, ef það er létt þá er hún kapútt)

Þá hitar bílinn sig í hægagangi, ekki gaman. Mjög algengt á þessum gömlu bílum með M30 vélina


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 20:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
well ég er með M20 vélina í mínum og hún gengur eins og gamall ferguson með heitan kampás ... þvílíkt tikk í henni og bölvaður háfaði, samt er nýbúið að skipta um allt í þessu drasli nema hann minntist á að viftan væri farin til fjandans þar sem bíllinn fór í redline á hitanum í lausagangi í 1 og hálfan tíma :(

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 21:17 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Humm... ég skal ekki segja. Það er nú alltaf soldið ventlahljóð í BMW sexunum, og ekkert að þó að það sé smá glamur.

En þá er bara að fá sér nýja kúplingu, hún ætti ekki að kosta meira en 5-7000 kall ef þú ferð ekki í umboðið. Ég myndi giska á 8-10.000 hjá umboðinu


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 37 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group