Plön vetrarins eru þessi..
Bíllinn minn er núna inn í skúr heddlaus, vantar bara að skrúfa saman, búinn að kaupa heddstödda og er að láta laga heddið þannig að það þoli meiri átök.
Bíllinn fer í geymslu um helgina til að losa skúrinn.
Ég á 2 aðra e30, 325i ´86 og 318´88 ætla að sameina þá í ´88 boddýinu,
þannig að núna fer 325i inn í skúr og verður rifinn, ég mun nota afturfjöðrunarkerfið, frammfjöðrunarkerfið, drifið (lsd), drifskaftið, vélina, innréttinguna svo á ég mtech I kitt sem fer kannski á hann. Felgur verða "15 póleraður kantur með svörtum miðjum ATS CUP, ný tímareim fóðringar, kúpling, ditta að lakki aðeins og skoða fjöðrun. (Mig langar að búa til brautarbíl en þessi verður samt sennilega seldur.)
Svo er það túrbó.
Verkefni vetrarins er svohljóðandi.
Smíða sjálfur 3" púst (Var að fá mér MIG vél

)
Setja standalone í og tjúna
stærri spíssa
smíða nýja pústgrein fyrir nýju Garret T04 túrbínuna mína
smíða nýtt plumming frá túrbínu að inntaki
annan intercooler FM (vonandi)
ditta að bremsum kannksi nýja diska að framan
pólera upp felgur og ymsir smáhlutir
Ég ætla alltaf að gera mjög lítið en þetta endar alltaf með hellings vinnu og já bíllin minn er dýr í rekstri.... ég keyrði hann 3000km í sumar (1000 framm og tilbaka akureyri

)
NOTE TO ME !!!!!!!
vera svo duglegur þannig að þú missir ekki af götuspyrnuni aftur !!!!!