E24:
Setja í B9 Dogleg kassa, nýupptekinn.
Fínpússa innréttinguna, fella mælana inn í mælaborðið.
Laga resistorinn í miðstöðvarmótornum.
Fitta oxygen sensornum í pústið svo ég geti notað wideband dótið
Fínpússa turob-systemið svo bíllinn fari loks að virka MEGA
Sprauta framendann, gera við húddið og brettið.
E28:
Setja saman S38 mótorinn og setja M88 innspýtingarkerfið á hann. Setja þetta allt saman og gírkassann úr E24 við þetta. Koma bílnum á götuna!
E34:
Laga innréttinguna í nýjasta track-tækinu. Hreinsa upp þetta ljósa í innréttingunni, mála hana og finna e-ð flott til að gera við restina svo þetta passi saman. Selja svo eða hafa þetta sem track tæki Skúra-félagsins
E23:
Þarf að fara að setja þennan saman og sprauta. M-tec kittið þarf að fara á hann og sjæna hann til. Skipta um bremsur og þá er hann rock'n roll. Hugsa samt að þessi sitji á hakanum þangað til seinna.
E39:
Langar mikið að setja glerlúgu í gripinn. Þarf að sprauta húddið á honum.
Facelift ljós verða sett á hann þegar hann kemur.
Mögulega að samlita listana á honum...
E-ð verður gert í felgumálum fyrir sumarið næsta, spurning með vetrarfelgur og dekk!!!
Svo er það spurning með annað, jafnvel að búa til E28 535i. Vélin frá Jonna fer sennilegast í þann bíl!
Alltaf nóg að gera... allt of mikið.