Úff hvað þessi Einar var mikið :geysp: Fer alveg í sama flokk og VÍS frúin um daginn, forvarnarfulltrúinn sem er búinn að gleyma hvað forvarnir eru.
Mér finnst líka skrítið að það er eins og þetta fólk hafi ekki einu sinni lesið skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa.
2005 hlutust 6 banaslys vegna ölvunaraksturs og/eða samspili áfengis og ólöglegra vímuefna. Miðað við þessa hundalókík eins og Einar er að predika, eigum við ekki bara frekar að tengja áfengismæla við alla svissa í öllum bílum? Eða kannski frekar fara bara alla leið og banna áfengi alfarið!
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Árið 2005 varð
eitt (nota bene:
EITT) banaslys vegna ofsaaksturs! (Leiðréttið mig endilega ef ég er að bulla)
Nokkrar tilvitnanir úr 2005 skýrslu RNU:
Skýrsla RNU 2005 wrote:
"Rannsóknarnefndin beinir þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að skoða hvort merkja þurfi blindhæðina þar sem slysið varð og ítrekar mikilvægi skýrra vegmerkinga á öllum flokkum vega."
"Skemmdir voru í veginum á þeim stað sem slysið varð. Skemmdir sem þessar safna vatni og myndast ísing í þeim í kulda auk þess sem þær trufla umferð almennt. Hugsanlegt er að skemmdir í veginum hafi verið meðorsök að slysinu í tengslum við ökuhraðann."
"Ökumaðurinn sem fórst í slysinu var 18 ára gamall. Að mati Rannsóknarnefndarinnar er nauðsynlegt að ungir og verðandi ökumenn fái þjálfun á hálkubraut í ökugerði, auk fræðslu um mismunandi akstursaðstæður sem skapast geta á vegi eða veghluta.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur tvívegis í skýrslum sínum bent á nauðsyn þess að ungir ökumenn fái þjálfun á akstursæfingasvæði og telur mikilvægt að þau áform sem nú eru uppi um byggingu slíks svæðis nái fram að ganga."
"Rannsóknarnefndin sendi bréf til Vegagerðarinnar vegna lengdar vegriðsins dags. 19.4.2005. Í svarbréfi Vegagerðarinnar dags. 3.5.2005 kom fram að tekið yrði til skoðunar að lengja vegriðið og er því verki lokið."
"Rannsóknarnefndin leggur til við Vegagerðina að skoða þann möguleika að koma fyrir upphleyptum rákum við vegöxl á umferðarmiklum vegum en rákir af þessu tagi er að finna t.d. á vegum í Bretlandi. Rákirnar valda hristingi ef ökutæki fara yfir þær og vara ökumenn við ef þeir eru komnir útaf akrein. Rannsóknir nefndarinnar á banaslysum í umferðinni og útafakstri undanfarin ár benda til þess að svefnhöfgi og þreyta séu töluverð vandamál í umferðinni og upphleyptar rákir séu ein leið til að sporna við slysum af þeim völdum."
"Bifreiðinni var ekið á ofsaferð, allt að 180 km/klst. og er það meginorsök slyssins."
"Vegriðið er of stutt og varnaði því ekki að bifreiðin færi í ána. Vegna fjölda þeirra ábendinga sem Rannsóknarnefndin hefur komið á framfæri við Vegamálastjóra undanfarin ár innti nefndin Vegamálastjóra eftir því hvort fyrirhugaðar væru frekari aðgerðir vegna vegriða við brýr og hættulega staði í vegakerfinu, sér í lagi hvort til stæði að breyta hönnun vegriða og frágangi enda þeirra. Rannsóknarnefnd umferðarslysa kom þessum ábendingum á framfæri við Vegamálastjóra í bréfi dags. 28.11.2005."
Þess á milli finnst mér slysin ganga út á ölvun og eiturlyf.
Rennið endilega yfir skýrslurnar og athugið hvað ykkur finnst. Skýrslurnar eru á www.rnu.is
Þeir hlutir sem hrópa á mig úr þessari skýrslu og þyrfti að bæta eru
fræðsla, þjálfun og vegakerfið.
2004 skýrslan er ekki eins ýtarleg og 2005 en þar er þó tafla á bls. 20 sem telur 4 banaslys þar sem aðalorsök var ölvunarakstur eða undir áhrifum eiturlyfja en 3 banaslys vegna ofsaaksturs, sami fjöldi (3) og vegna þess að bílbelti voru ekki notuð.
Skil bara hreinlega ekki úr hvaða holu þetta reglugerða og takmarkafólk kemur! Manni hálf fallast hendur...
