Quote:
Glannana úr umferð (20.07.2006)
Líklega er mjög lítill hluti ökumanna glannar.
Glanni ekur hratt og ógætilega. Glanni notar ökutæki, bifreið eða bifhjól, fremur til skemmtunar en sem farartæki.
Glannalegur akstur er markmið glannans.
Glanninn virðir ekki umferðarreglur, skellir skollaeyrum við öllum viðvörunum, setur sér eigin reglur og viðmið.
Glanninn er hættulegur.
Eina ráðið til að mæta þeirri hættu er að stöðva glannann, taka hann og ökutæki hans úr umferð.
Í því efni gildir eftirfarandi formúla:
Lögreglan heldur vöku sinni og hefur öflugt umferðareftirlit.
Glanninn fær háa sekt fyrir brot.
Glanninn er sviptur ökuleyfi í a.m.k ár.
Ökuskírteini glannans er klippt og hann þarf að fara á námskeið og taka próf til þess að fá ökuskírteini á ný.
Ökutæki glannans er gert upptækt.
Þessari formúlu þarf að fylgja ekki síðar en strax. Það er gæfuspor að tryggja glannalausa umferð.
Samkvæmt þessu er ég glanni....sem er fáránlegt
Ég ek stundum hratt, það skal ég viðurkenna en legg annað fólk ekki í hættu, ef ég ætla mér að keyra mjög hratt þá fer ég á "afmarkað" svæði og stunda minn hraðakstur þar
Það að keyra hratt og ógætilega á ekki alltaf samleið, sumir þurfa að skilja það
Ég hefði ekki keypt mér bílinn minn ef ég vildi ekki skemmta mér að eiga hann, þá hefði ég alveg eins getað keypt Yaris...heck...þá hefði ég bara sleppt að kaupa bíl á annað borð
Ég virði ekki hraðatakmörk þar sem að þau eru út úr kortinu...come the fuck on að hafa 60 km hámark í 3+3 akreina götu sem skipt er á milli með grindverki og að það sé 90 km hámark út í keflavík
Ég er minna hættulegur en margir í umferðini þar sem að ég tek eftir umhverfi mínu. Þegar að ég sest í bílinn þá kveiki ég á "On" mode, annað en sumir í umferðini
Að líta á akstur sem kvöð er stórhættulegur hlutur, þá fer maður í það sem ég kýs að kalla "Off" mode og tekur því lítið eftir hvað er að gerast í umferðini
Ef þetta gerir mig að glanna, þá er ég stoltur glanni