hjalmar87 wrote:
Langaði að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um þessa bila 520 beinskiptur e 34.. 89´árgerð (leður toppluga stora aksturstalvan ofl)
t.d. hvernig hann hefur reynst, hvernig krafturinn er i honum og þesshattar?
Oll komment vel þegin og allir sem vita eitthvað um þessa bila vinsamlega beðnir um að tja sig um það mal
P.S. einnig ef einhver veit hver hatalarastærðin afturi er orginal

Ég ætla ekki að þykjast vita mikið um þetta, en ég átti svipaðan bíl, bara ´92 módel (M50 í stað M20) og ekki leður. Svo setti ég sjálfur stóru OBC í hann sem er bara snilld miðað við þá littlu...
allavegana, þá reyndist minn mér mjög vel, krafturinn fínn (enda aðeins meiri en M20), annars hef ég heyrt að viðhaldið á M20 vélinni sé miklu auðveldara... en ætla ekki að hengja mig upp á það.
Þetta eru fínustu cruizerar og minnist ég alltaf orða félaga míns þegar við skruppum norður í fyrra, en við vorum beðnir um að skutla glænýjum Chevrolet Lazetti í Varmahlíð í leiðinni... hann allavegana keyrði þessa "druslu" þangað og eftir að við vorum búnir að losa okkur við hann og halda áfram í 10-15 mín, þá sagði hann.. "Mikið djöfull er gott að sitja í alvöru sætum... öll þreytan og verkirnir sem ég fékk í druslunni eru að hverfa"
með hátalarastærðina í afturhillunni, þá eru þeir littlir (10-13 cm) og eru í einhverju plastbucket sem gerir það að verkum að þeir virka ekki sem skyldi.. ég skellti 7x10" í hilluna sjálfa og þá fór eitthvað að gerast...
vona að þetta komi að einhverjum notum...
ps. leiðréttingar á vélaheitum eru vel þegnar ef þetta er ekki rétt munað hjá mér!
pps. maður venst handvirkri topplúgu mjög fljótt!