Sælir drengir !
Ég skrifa nú kannski ekki mikið hér á síðuna en ég fer nokkuð oft á hana daglega
Veit ekki hvort þið hafið séð tengil á b2.is á síðuna sem ég og fleiri erum að stjórna en ég ætla að koma með smá kynningu á henni hér ef það er í lagi.. Hún er hlutlaus og við eigum nú allir/öll sameiginlegt að hafa áhuga á bílum en sumir hafa meiri en aðrir
Hún ber heitið Íslensk bíla Paparazzi síða. Þrír flokkar eru undir Paparazzi en það er Sérstakir bílar (unique), Einkanúmer og Ólöglega lagður. Í þessum flokkum er gert ráð fyrir að fólk hafi tekið myndina sjálft og helst á Íslandi. Nú þegar er kominn mjög góður gagnagrunnur ef það er hægt að kalla þetta það með myndum og umræðum um flotta og sjaldgæfa bíla sem eru á klakanum.
Á síðunni er einnig gott safn af Reviews og myndir af svona kannski venjulegum en flottum bílum, sama hvort myndin sé tekin í útlöndum eða á íslandi. Ef þið eruð að skoða einhverja bíla síðu og sjáið einhvern geggjaðan bíl og viljið sýna öðrum þá er hægt að setja hana í Bílar undir Bílamyndir.
Síðan er ekki komin með lén eins og er en bætt verður úr því fljótlega.
Ég vildi nú bara fá smá feedback á síðuna og hvort mönnum lítist eitthvað á þetta hjá okkur. Okkur vantar góða stjórnendur eða einhverja sem eru tilbúnir til að senda inn review eða vera virkir notendur á síðunni.
Í dag eru 52 skráðir notendur og síðan er ekki orðin 3 mánaða.
Síðan er byggð á sama umhverfi og bmwkraftur og stjarna.is o.fl. þ.e. phpbb þannig hún er mjög einföld og þægileg í notkun.
Ég vill bara þakka fyrir góðan vef þ.e. BMW Kraft og ég vona að þessi þráður fái góð viðbrögð. Annars er bara ekki málið að henda honum í ruslið
Slóðin á síðuna er
http://frikki.net/bilar
En til að gera þetta einfaldara getið þið smellt á logoið eða bannerinn af síðunni hérna fyrir neðan.
