Ákvað að setja þetta hérna inn fyrir þá sem eru að byrja (ekkert voðalega flókin aðgerð).
Step 1:
Kaupa Pústgreinapakkingu og pakkningu sem kemur frá pústi inná pústgrein. WD40 (stóran brúsa, break cleaner, thread lock) Best að kaupa nýja studda og rær. (Ég keypti bara rærnar þó).
12mm skrall og lykil á rærnar á pústgrein
14 mm skrall og lykil á rærnar á pústi yfir á pústgrein
Step 2:
TAKA RAFMAGN AF BILNUM, þú ert að vinna nálægt rafmagni, better to be safe than sorry

. Ég tjakkaði bílinn upp og setti hann á búkka (þarf kannski ekki fyrir þá sem eru með litlar og liðugar hendur). Gluða eins mikið og þú villt á alla 12 boltana á pústgrein og þessa 6 bolta sem eru frá pústi inná pústgrein. (Ekki gluða á þetta meðan vélin er svaka heit) (Þeir eru undir og best að fara undir bílinn til að hitta á þá). Leyfa þessu að bíða í svona 20 mínútur (skoða kraftinn eða eitthvað á meðan). Gluða meira og bíða í 5 mín. (eg gerði þetta allavega

)
Gott að hafa vélina svona aðeins meira en snertanlega heita, þá er auðvelt að losa rærnar.
Step 3:
Gott er að fá vin sinn með sér í þetta til að vera undir bílnum og leiðbeina skrallinu eða lyklinum á rærnar, getur verið doldið tricky að hitta á þetta, því maður sér ekki rærnar sem eru neðan á pústgrein. Það skiptir ekki máli hvort þú losar þessar 12 fyrst eða þessar 6 sem eru á pústinu sjálfu.
Rærnar komu ótrúlega auðveldlega af, en þó komu studdarnir stundum með út en þá seturu bara slatta af WD40 í smá ílát og lætur liggja í því á meðan þú skrúfar restina í sundur. Þegar allar rærnar eru lausar eru pústgreinarnar teknar af. Getur verið pínu vesen, þarf kannski að spenna það smávegis af ef einhverjir studdar hafa orðið eftir, ekki spenna það af á vélina sjálfa, heldur spenntu það af á pústinu og pústgreininni.
Step 4:
Þrífa allt vel, fínt að taka fínan sandpappír og taka alla drullu frá (amk á heddinu). Ég gluðaði svo break cleaner á pústgreinina sjálfa, þreif svo með vírbúrsta og skolaði svo með vatni og setti þær svo á brennandi heitan ofn svo þær myndu þorna (Held að það sé ekki gott að setja þær aftur á með vatni inní sér)

.
Ég setti high temperature pakkningalím á pústgreinina þar sem pústið kemur á (kannski ekki nauðsynlegt).
Step 5:
Ef studdarnir komu af með rónnum á, leyfði ég þeim að liggja í WD40 í svona klukkutíma og setti svo tusku utanum þá og vice grip og skrúfaði rærnar þannig af (mjög auðvelt).
Step 6:
Til að setja studdana aftur á, er best að nota tusku og vice grip og setja aftur á vélina (þeir skrúfast bara X mikið inn). Ég setti oggupons threadlock með þessu, hef ekki glóru hvort það mætti eða gerir eitthvað gagn.
Step 7:
Þegar studdarnir eru komnir í, er best að koma pakkningunni uppá (bæði pústgrein og púst) og þvinga þessu aftur á. Fara samt varlega á því að beygla ekki einhvern studda.
Step 8:
Senda vin sinn aftur undir bíl og leiðbeina manni með skrallið og muna að KROSSHERÐA. Ég herti þetta bara eins og ég gat (þó ekki of mikið).
Step 9:
Tengja rafmagn og starta bílnum - leyfa honum að hitna aðeins. Það á eftir að koma reykur hjá nýju pakkningunum en það er víst allt í lagi, hann fer eftir svona 1 klst af akstri.
Step 10:
Ganga í skugga um að allt sé vel hert (Ef það kemst loft með pakkningu geturu skemmt pakkninguna).
Step 11:
Tjakka bílinn niður - ganga frá verkfærum og taka smá rúnt.
The end.
Að mínu mati er þetta tilvalið með fyrstu DIY.
Eina sem tók langan tíma í þessu var að ég skrúfaði næstum alla studdana úr heddinu og það tók mestan tíma að setja þá aftur í

. Annars tekur þetta ekki nema kannski svona 2 tíma eða svo.
Vona að þetta hjálpi einhverjum.
með kveðju
Haukur