Búinn að vera leynigestur hérna á kraftinum í smá tíma vegna þess að ég verslaði mér BMW fyrir rúmum mánuði.
Ævintýrið byrjaði snemma sumars þegar ég byrjaði að litast um eftir nýjum fáki. Flótlega beindust augun þó að BMW og eftir smá hjálp frá vinnufélaga fannst bíllinn.
Sá sem varð fyrir valinu er BMW 528 IA árgerð 2000. Bíllinn var innfluttur frá Þýskalandi síðastliðið haust og er í toppstandi.
Hérna er svo mynd sem ég tók af honum á ferðalagi um suðurland. (Já, ég veit að framhjólið snýr í vitlausa átt

)
Ég mun eitthvað skoða það að hlaða á hann aukabúnaði svosem Xenon/Angle-eyes og fleira. Allar ábendingar eru vel þegnar.
