Eggert wrote:
Ég er ekki alveg að skilja þetta hjá þér...
Ertu semsagt að meina að tryggingafélagið neitaði þér um dagpeningana en urðu svo að láta eftir þegar þú vísaðir í þeirra egin skilmála?
Þeir sögðu að ég ætti einungis rétt á dagpeningum á meðan bíllinn væri til viðgerðar, en ekki á meðan hann lægi hjá Króki eða inni í tjónaskoðunarmiðstöð. Sögðu einnig að ég ætti ekki rétt á dagpeningum á meðan bíllinn væri á verkstæði, þegar verkstæðið væri ekki að gera við hann. Þegar ég spurði hvernig á þessu stæði var mér sagt að þetta væri í samræmi við ábyrgðarskilmála félagsins
Ég las því skilmálana og þar var vísað í umferðarlögin varðandi bótasvið tryggingarinnar.
Í umferðarlögum segir eftirfarandi
,,91. gr. [Greiðsla á bótakröfu vegna tjóns, sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis, skal vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá:
a. vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi til að taka að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja,
b. erlendu vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eða Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sem Fjármálaeftirlitinu hefur verið tilkynnt á lögformlegan hátt að taki að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja hér á landi.´´
,,95. gr. Vátryggingafélag er greiðsluskylt gagnvart tjónþola vegna bótakrafna skv. 1. mgr. 91. gr.´´
Ég varð fyrir tjóni og er það tvíþætt. Annars vegar munatjón (beint tjón) sem er tjónið á bílnum og hins vegar óbeint tjón sem felst í afnotamissi mínum, þ.e. tjón vegna þess að ég get ekki notað ökutækið mitt. Ég á að fá tjón mitt bætt að fullu.
Í samræmi við þetta ber tryggingafélaginu að greiða mér dagpeninga frá þeim degi þegar tjónið átti sér stað, punktur. (Ég ætla ekki út í pælingar um það hvernig ákveða skuli hve háir dagpeningar ættu að vera.)
Vonandi skýrir þetta e-ð.
_________________

Núna: Z3.
Áður: E21, E30, E36, E38.