Giz wrote:
Eitt annað langaði mig að minnast á í sambandi við athugasemdir Spiderman, og tek fram að ég þekki enga aðila málanna. En, það er það er lögfræðingar ættu jú að vita manna best að þegar menn hafa hlotið dóm og setið hann af sér og borgað, eða ekki borgað tilheyrandi sektir er málið dautt og viðkomandi að einhverjum tima liðnum orðinn saklaus eðlilegur borgari að nýju.
Sumir lenda viljandi í svona löguðu, aðrið "óviljandi" eða villast inní það og þykir svo gott bragð að peningunum en hver sem orsökin er þá eru menn búnir að afplána sína pligt að lokinni jú, afplánun og ég tel að algera firru að vera að sverta menn hér eftir á með svona athugasemdum. Sérstaklega þar sem einhverjir kunna að vilja eiga viðskipti við viðkomandi, í þessu tilviki viðkomandi bílasölu eða innflutningsaðila. Enda eru liðin allmörg ár síðan dómur féll.
Mér finnst bara svona lagað ekki eiga heima í þessari umræða, en mín skoðun er eitt og aðrir eiga að sjálfsögðu rétt á sinni skoðun.
Og ég leyfi mér að endurtaka að lögfræðingar og verðandi lögfræðingar ættu með engu að blanda sér í umræðuna með þessum hætti, það er þeim sjálfum ekki samboðið, hvað þá stéttinni. En stéttin er svo sem að taka breytingum, sem kann og kann ekki að verða til bóta en engu að síður ættu menn að vera vandir að virðingu sinni. Og þá er ég ekki að segja þetta með einhverri helgislepju, síður en svo.
Í lokin langaði mig að benda á eitt, ég er ekki að sjá að ungir lögfræðingar frekar en aðrið sé að setja það fyrir sig að vinna fyrir dæmdan glæpamann, Björgólf í Landsbankanum. Af hverju er greinarmunur á honum í viðkomandi bílasala í þessu tilviki??
Er Björgólfur verri maður fyrir vikið, er hann eitthvað verri en bílasalinn, eða vica versa. Ég nenni ekki að finna dóminn en mig minnir að Björgúlfur hafi fengið 5 mán. í hæstarétti.
Séu menn dæmdir fyrir brot, skattaleg eða annars eðlis verða þeir í augum samfélagsins jú glæpamenn, af hverju eru ekki allir glæpamenn "glæpamenn"?
Útskýringa óskað.
Á ég hér með að vara við viðskiptum við Landsbankann af því eigandi eða hvað viðkomandi nú kann að heita var dæmdur fyrir svo og svo mikið, Spiderman getur eflaust fyllt inní eyðurnar.
Er það ekki allt eins og jafn óþægilegt og 9 kúlur og fangelsisrefsing??
G
Ég vakti ekki máls á þessu. Mér er illa við dylgjur og ef menn vilja tjá sig um svona mál þá skil ég ekki afhverju þeir geta ekki bara komið hreint fram í stað þess að gera meira eða minna úr hlutunum en efni standa til. Ef það hefur farið fyrir brjóstið á þér að ég hafi vísað í opinber gögn sem eru öllum aðgengileg á internetinu, þá verður þú bara að eiga það við sjálfan þig
Annars er þetta fáránleg umræða og þó að maðurinn hafi hlotið dóm og greitt sína skuld til samfélagsins þá er ekkert þar með sagt að hann sé verri bílainnflytjandi en hver annar

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual