Geirinn wrote:
Svezel wrote:
það er enginn að tala um óvirðingu, það er verið að tala um sóunina að keyra mcoupe 66km á ári, sérstaklega þar sem þetta er eini bíllinn á landinu
ég veit ekki með ykkur en mér finnst það sorglegt að sjá ekki þann bíl sem ég hef mestar líklega einna mætur á, nánast aldrei á ferðinni og hvað þá í einhverjum hasar. hvað myndir þú segja íbbi ef það væri bara ein c4 vetta á landinu og hún sæist aldrei á ferðinni og hvað þá tekið á henni, þætti þér það ekki sorglegt?
þetta er bara eins og ef rhona mitra væri konan manns og maður færi einu sinni á ári með henni í bíó og búið
en ég er náttúrlega bara þannig að ég fíla ekki að bílasöfn eða það að geyma bíla til að sýna þá bara, bíll er tæki sem á að nota. fyrir mér er minningin um að góðan bíl og hvað hann gat/gerði og afkastaði mun meira virði en eitthvað stífbónað málverksígildi sem hefur aldrei verið notað og sýnir bara hvernig þetta kom úr verksmiðjunni
#1. Þú hefur ekki peningana til að kaupa þér haug af bílum þannig þú skilur þetta ekki.
#2. Honum finnst það sjálfsagt ekki sorglegt því hann upplifir þetta þegar hann vill.
#3. Dauðir hlutir eru ekk það sama og foxy gellur.
#4. Líka vegna þess að þú hefur ekki peninga til að safna bílum.
Bottom line. Mér persónulega finnst bílasöfn algerlega flott vegna þess að ef maður hefur virkilegan áhuga á bílum og sér í lagi fjölbreytileika, þá á maður bara að gera það sem maður vill. Íhaldssemi í bílamálum er algerlega óþörf að mínu mati. Maður keyrir (og á) það sem maður vill á sérhverjum tímapunkti.
Það þýðir að mínu mati ekki að vera með einhverjar svaka tilfinningar til einhvers merkis (BMW, Benz etc.). Það dugir skammt. Lífið er stutt og maður ætti að prófa sem flest ef maður er bílaáhugamaður ..., tala nú ekki um ef maður hefur næga peninga.
Það hafa verið margar svakalega góðar myndlíkingar eða metafórur á spjallinu (fart) hingað til... þín myndlíking er ekkert svakalega góð að mínu mati varðandi #3 (þetta er bara eins og ef rhona mitra væri konan manns og maður færi einu sinni á ári með henni í bíó og búið) .
En ekki taka þessu sem einhverju persónulegu... málið er að hver hefur sína dellu eftir sínu nefi. Þér finnst eitt en öðrum finnst annað.. þannig er það bara. Það sem ég er að reyna að segja er að ef ég ætti næga peninga til að sinna bíladellunni 100% þá myndi ég að sjálfsögðu hafa sem mestan fjölbreytileika... why not. Ég veit btw. ekki hvað þú hefur prófað.
BMW er að mínu mati mesta bang for the buck sem hægt er að fá. Það þýðir hins vegar ekki að maður geti ekki fengið meira handling, meira performance, meira comfort etc. annar staðar
Og ég er fullur

emo emo emo.
Bílar eru ekki eins og fótboltalið... þú mátt gjarnan halda með mörgum liðum.
cry me a river...fag! tóm tjara og engan vegin svar við því sem ég skrifaði. ég nenni hreinlega ekki að svara þessu bulli fyllilega
nr.1: hvað veist þú um mín fjárráð? vil nú ekki starta neinni pissukeppni en ég hef alveg efni á fleiri og dýrari bílum en í dag, ég skulda ekki krónu í mínum bílum og vil hafa það þannig. ég hef bara ekkert með meira að gera og er að safna fyrir gáfulegri hlutum en fleiri bílum
nr.2. "
MÉR finnst" eru fullkomlega ásættanleg rök, ég vil bara sjá meira af mcoupe bílnum á götunni og auðvitað helst eiga hann sjálfur. auðvitað hefur maðurinn rétt á að gera það sem hann vill við bílinn en það eru engu að síður sóun að mínu mati að nota þetta tæki ekki meira.
nr.3 döhh!!! ertu með phd in stating the obvious?
nr.4 sama og nr.1
nr.5 hverslags speki er þetta eiginlega?
Quote:
Bílar eru ekki eins og fótboltalið... þú mátt gjarnan halda með mörgum liðum.
Quote:
Það þýðir að mínu mati ekki að vera með einhverjar svaka tilfinningar til einhvers merkis (BMW, Benz etc.). Það dugir skammt. Lífið er stutt og maður ætti að prófa sem flest ef maður er bílaáhugamaður ..., tala nú ekki um ef maður hefur næga peninga.
ég sé sko margt margt margt annað en bmw og flestir mínir draumabílar koma ekki frá bmw en ég er sáttur með mína bíla í dag og bmw hentar mér vel.
skildu svo attempted sálgreininguna sem þú lærðir á kassa í bónus eftir heima næstu þegar þú ferð að spá í mína pósta, gætir ekki verið meira off.
p.s. pínu pirraður núna þ.a. taktu þessu með passlegum fyrirvara, en engu að síður leiðist mér svona bull sem er troðið upp á mann