Ég tek nú ekki mikla ábyrgð á þessum orðum.
NOS er styttra nafn á Nitrous Oxide S... sem þýðir Nitur-Oxíð.
M.ö.o. er þetta blanda af Nitri (N) og Súrefni(O). í hlutföllunum eitt N á móti 2 O. (sbr. NO2)
Þegar NO2 er skotið inn í vélina, lendir það í miklum hita þar sem verður til þess að efnið sundrast.
Þetta efnahvarf innhverft, þeas, það þarf orku til að gerast og kælir því niður umhverfið sitt (þegar það rænir orku þaðan!). Þar af leiðir að vélin (og loftið og allt það) kólnar niður.
Að sama skapi losnar mikið magn af súrefni sem gerir vélinni kleift að brenna mjög miklu bensíni.
Mikið af súrefni og bensíni þýðir einfaldlega mikið afl.
Sé NO2 notað rétt (og vægt, 50-75 hö) skilst mér að það eigi ekki að hafa skemmandi áhrif, ekki nein verulega amk.
Ef að það er notað í stórum skömmtum gæti ég þó trúað því
að það valdi töluverðu sliti.
Til eru (að minnsta kosti) tvær leiðir til þess að skjóta inn NAWZ-inu.
Aðra leiðina þekki ég illa, en hún virkar einhvernveginn á þann hátt að hver stimpill hefur sinn NOS spíss.
Hin leiðin, sú ódýrari (og sú sem ZEX notar), er að nota sameiginlegan spíss fyrir alla stimpla, með því að spreyja því inn í (eða fyrir framan) innsogsgreinina.
Það á að vera allt í góðu fyrir lítið afl, en sennilega ekki fyrir mikið þar sem að dreifingin á NOSinu verður frekar slæm og oftast ekki jafn mikið í alla stimpla.
Eftir mínum skilningi á að vera safe að nota þetta í litlum skömmtum, og þetta er örugglega mesta power fyrir minnsta effort sem maður finnur
Vonandi klárar 750IAL dæmið á corollunni sinni svo að hann geti sýnt okkur þetta í keyrslu.
PS. Ef einhver telur sig vita þetta betur en ég, þá er það sennilega rétt og endilega rengja mig
