AD wrote:
Sælir...
Ég mun að öllum líkindum fjárfesta í nýjum bíl á komandi mánuðum og er að spá í sambandi við E39 540 bimman (þá svona sirka 99 árgerð).
Hvaða viðhaldskostnaði get ég búist við?
Ég hef einmitt heyrt um 540 bíl þar sem ABS skynjarar biluðu og.. og það kostar víst sitt að laga það/replace...svo var líka eitthvað fleira að gefa sig (man ekki nákvæmlega hvað það var) Er þetta kannski bara happ og glapp hvernig eintaki maður lendi á og að því hafi ekki verið nauðgað í rassgat af fyrri eigendum ? Með von um góð svör..
Kv. Arnar

Kostar klink að skipta um ABS skynjara. Það er það algengasta. Annars bila þeir mjög lítið. Knastásskynjarar geta farið. Ventlalokspakkningar. Algengt að það þurfi að endurnýja rafgeymi í ~140 þús km. Ég held að ég hafi aldrei heyrt um internal vélarbilun í mótor né ssk í 540.
Síðan er þetta spurning um þjónustusögu. Myndi aldrei kaupa 540 nema það væri þjónustubók með honum.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is