ice5339 wrote:
Til hamingju með þetta.
Ég er samt hrikalega forvitinn, hvernig það var hægt að sjá að þetta væru þínar felgur en ekki felgur einhvers annars, og þar með 3 mismunandi aðilar!
Það eru auðvitað fjöldi bmw á svona felgum?
Einhverjar upplýsingar hefur þú þurft að gefa löggunni til að fá þá til að taka bílinn!
Bara svona forvitni ef þetta kæmi fyrir mann sjálfan?
Takk fyrir það
Sprungur í glæru á einni felgunni eftir efni sem var sett á hana hjá fyrrverandi-fyrrverandi eiganda bílsins ásamt tæringarblettum og rispum sem fyrrverandi-fyrrverandi eigandi bílsins þekkti. Eins felgur, eins dekk. Bíllinn var ekki seldur á svona felgum samkvæmt vin fyrrverandi eiganda þessa bíls.
Fyrrverandi-fyrrverandi eigandi bílsins hjálpaði mér s.s að bera kennsl á felgurnar, hún flutti þær inn og keypti dekkin á þær og þekkir þær mjög vel.
Mér var bent á nokkra bíla á svona felgum.
En eigandi bílsins sem felgurnar eru undir hefur að sjálfsögðu tækifæri á að sanna að hann hafi keypt felgurnar á löglegan hátt fyrir lögreglunni.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is