Þessir bílar eru frá 5000evrum úti sýnist mér, grunar reyndar að uppgefin km staða í auglýsingum á þeim sé ekki rétt. Allir skrifaðir með rétt undir 200þús km akstur. Hugsa að maður fengi þokkalegan óniðurskrúfaðan fyrir svona 5500 - 6000 evrur, þá er það varla að borga sig.
Þjónustubókin sleppur alveg og engin aukahljóð frá vél. Það er í raun lítið hægt að setja útá bílinn fyrir utan felgur og þetta smá pickles sem er svosem alveg eðlilegt.
Eins og ég segi þá væri ég ekki að spá í hann nema það væri fyrir lánið, það er ekki ókeypis ef maður tekur það með í spilið. Það gerir bílinn soldið betri í sölu og minni áhætta. En jú þessi akstur gæti á móti gert hann mjög erfiðan í sölu.
Maður prófar að gera honum lægra tilboð og ef hann tekur því ekki, þá so be it

Maður bíður þá bara eftir betra eintaki eða skoðar innflutning.