Sælir félagar.
Ég hef lengi verið að spá í svona bíl, þ.e. M5 E39. Það sem furðar mig alltaf jafn mikið, er hversu mikið er sett á þessa bíla hérlendis.
Mig grunar að málið sé að fólk álíti sem svo að fyrst lánið sem er á bílnum sé X hátt, þá hljóti hann að vera allavega það mikils virði. En ég held að fólk hafi bara ekki athugað það hvað þetta kostar úti og hvað hægt er að fá gott eintak á heim, jafnvel þó evran sé núna í 96 krónum.
Sem dæmi:
bíll 1
bíll 2
bíll 3
bíll 4
Hér eru bílar á bilinu frá 16500 EUR og upp í svona 20.000 og sumir eru með skattinum af því. Þetta eru bílar eknir frá 90-150 þús km. með þjónustubók og ekki auglýstir af jóni jónssyni heldur frekar trúverðugum aðilum. Þessir bílar eru í tonnatali á þessu verðbili, um 18þúsund evrur.
Í íslenskum krónum hingað komið, með 80.000 í flutningskostnað, að viðbættum 100 þúsund í kostnað við að fá e-n til að koma þessu heim er þetta að kosta frá:
2.8 og upp í 3.3. Þá erum við að tala um 3.3 fyrir bíl ekinn innan við 100þúsund!!!!!
Ókei, þetta eru kannski 99-00 eintök af bíl, en mér er alveg sama, það er mun meira sett á þessa bíla hérlendis sem eru alveg sambærilegir.
Langaði bara að velta þessu upp, sjá hvað mönnum finnst um þetta, hvort ég er sá eini sem er hissa á þessu.