Jæjja,
þá er ég búinn að rífa bílinn aðeins að innan ákvað að byrja á því.
Ætlaði að byrja á að rífa vélina úr bílnum en lyftan sem Dóri á er ekki enn kominn upp og frestast það aðeins.
en það sem ég er búinn að gera er : taka öll sæti úr - gólfið úr bílnum - hurðarspjöldin einangrun - allt innan úr skotti - topplúguna úr bílnum - afturhliðarrúðurnar og á aðeins eftir aftast með klæðninguna í toppnum þar sem afturrúðan er hún fer úr aður en klæðningin fer alveg.
ég er llíka búinn að taka kittið af bílnum þ.e.a.s. sílsa fram/aftur stuðara - frambretti - og aftengja hitt og þetta framan á bílnum merkja öll tengi og allar skrúfur setta í plast poka og merkt við viðkomandi hlut.
fékk loksons sérverkfæri í að taka kertin úr vélinni til að þjöppumæla og komu niðurstöður ekkert á óvart
tók nokkrar myndir til að sýna bílinn aðeins því margir hafa gaman að sjá svona project byrja..
mjöög leiðinlegt að taka topplúguna úr
botninn virðist vera í ágætis standi af því sem ég er búinn að sjá....
hér sést niðurstaða á þjöppumælingu nr.1 er við tímakeðju svo aftur..
ekki beint flottar tölur, uppgefinar tölur frá BMW er 10-10,5 bör hann nær 10 börum á nr.1
2 myndir af mér og burra
Jæjja ég lofa svo að vera duglegur að vinna í bílnum og setja inn mymdir af þessu ævintýri
kveðja....
