Smá update:
Lét loksins verða að því að fara með bílinn í Tune-up hjá þeim sem að breyttu honum upphaflega, þ.e. Digitec.
Keyrði 300km leið norður til HQ sem eru rétt við Essen.
Veðrið var frábært og umferðin lítil þannig að ég lét aðeins reyna á Vmax.
Bíllinn var enn að hraða sér, en rosalega lítið. Hann á að komast í 280 og því er greinilega eitthvað að. Á myndinni er 5. gír að klárast. Kanski er maður bara orðinn of góðu vanur með M5.
Eftir þetta stoppaði ég, setti toppinn niður og krúsaði rest.
Mættur í HQ Digiteck, ágætis tjúnaður CLK fyrir utan.
Aðgerðin að hefjast:
Á meðan skoðaði ég hvað var á staðnum:
Geðveikur M3, í ótrúlegu ástandi:
Alpina Z8
Óvæntan gestur bað að garði, SL300 Mávavængur.
Skillst að hann sé verðmetinn á €400.000
Aldraður en unglegur Aston-Martin
Bíllinn er enn hjá þeim. Niðurstaðan var sú að throttle boddys voru ekki rétt syncuð, þannig að upp að 3500rpm gekk bíllinn ekki fyllilega á öllum 6 og í lausagangi vantaði einn cyl. Það voru líka einhver vandræði með communication á milli thottole pedalsins og mótorsins sem opnar fiðrildin.
Þar sem að varahlutirnir voru ekki til í local upboðinu þá skildi ég hann eftir og pikka upp eftir helgi, þá á hann að vera orðinn rokk og dúndur.
Þeir ætla líka að gefa mér góðan díl á V-max pakka fyrir M5.
