bjahja wrote:
Ég á bara svo erfitt með að réttlæta 2500 kr fyrir málmplötu sem einhver gaur beyglaði í skúrnum sínum
Sérstaklega af því mig mundi langa í tvo og þá væri það 5k, kanski er ég bara orðinn nýskur eftir að hafa verið að eyða of miklum pening

Þetta er eins og með sjónvarpsviðgerðamanninn sem mætti á staðinn, barði í sjónvarpið og gekk út. Skildi svo eftir reikning upp á 30þ.kr., sundurliðað ca. svona: Berja í sjónvarp 5þ.kr. Vita hvar á að berja í sjónvarp 25þ.kr.
Hvort þetta sé of dýrt fyrir glasahaldara verður bara hver og einn að eiga við sig. Glasahaldararnir eru vel gerðir, sniðug hönnun og kosta þetta, við erum að fá ágætis magnafslátt + sparnaður í gjöldum og flutningi við magninnkaupin.
Þetta er kannski markaðstækifæri fyrir þig Bjarni að byrja að beygla málmplötur?
