bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 18:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 01:22 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 13. Sep 2004 18:02
Posts: 469
Sælir, ég hef núna þegar gert einn þráð um bíl sem var hérna heima en þegar menn hækka verðið um 207þ á einum degi þá er nóg komið.

Þannig ég hóf leiðangur á mobile.de og fann ágætis kagga þar..

Núna er ég með nokkrar spurningar:

Hvaða menn eru í þessu að gera þetta fyrir þóknanir?

Afhverju eru sumir bílar þarna úti þar sem hægt er að fá virðisaukann tilbaka...og er hægt að mixa það ?


Hvað eru bílar lengi að koma hingað ?



Með von um góð svör....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 04:57 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Þeir sem eru í þessu úti eru auðvitað að gera þetta fyrir þóknanir. (þeir lifa ekki á loftinu :wink: ) Ég mæli persónulega 100% með Smára, toppmaður og ALLT sem hann segir stenst!

Þóknunin er um 1500 euro minnir mig sem er ekki svo mikið m.v. að hann þarf að leggja út fyrir kostnaði eins og lestarferðum, borga bensín á bílinn við akstur til umskipunarhafnar, leigubílar til að komast á milli lestarstöðva og svo skattur af þessu öllu.

Bílar sem hægt er að fá skattinn (MwSt.) endurgreiddan eru yfirleitt bílar sem eru í eigu fyrirtækja eða þeirra sem geta innskattað af bílunum. Þetta er EKKI hægt að mixa ef ekki er boðið upp á þetta.
PS. þarft að passa að stundum er í textanum á bílaauglýsingun að MwSt. sé endurgreiddur og þá er verðið oft m.v. að búið sé að endurgreiða skattinn.

Bílar eru um 2 vikur að koma til landsins, m.v. að þeir séu tilbúnir á númerum.

Vona að þetta svari þínum spurningum.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 10:28 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 13. Sep 2004 18:02
Posts: 469
Þakka góð svör.... ég hef var að vonast til að smári væri með msn, eða einhvern svona instant client en er hann ekki bara m. síma og smarihamburg@hotmail.com ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 10:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
krullih wrote:
Þakka góð svör.... ég hef var að vonast til að smári væri með msn, eða einhvern svona instant client en er hann ekki bara m. síma og smarihamburg@hotmail.com ?


bjallaðu bara í hann,
ekki eins og honum leiðist ekki nóg að sitja í lestum allann daginn

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 11:15 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Mæli með Georg í Úranus, kostar 100-150 þús og þú færð bílinn afhentann á númerum á íslandi. Hann getur einnig fjármagnað kaupin fyrir menn. Hann hefur flutt inn 2 bíla fyrir mig og ég var mjög sáttur í bæði skiptin

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 12:19 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 06. Nov 2004 18:20
Posts: 580
Ég held að Smári sé á Flórída núna og verði þar næstu tvær vikurnar.

_________________
Magnús


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 13:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Djofullinn wrote:
Mæli með Georg í Úranus, kostar 100-150 þús og þú færð bílinn afhentann á númerum á íslandi. Hann getur einnig fjármagnað kaupin fyrir menn. Hann hefur flutt inn 2 bíla fyrir mig og ég var mjög sáttur í bæði skiptin


Ég mæli líka mikið frekar með Georg, 898-5202, hef verslað við bæði Georg og Smára og hjá Georg stóðst allt 110% og bíllinn alltaf jafn góður. Því miður get ég ekki sagt það sama um Smára, bíllinn var ekki sá sem ég hélt og ekki skv. lýsingum frá honum.

PS. Þess má þó geta að það er ekki allt Smára að kenna þar sem gaurinn sem Smári keypti bílinn af virðist hafa verið allt annað en heiðarlegur. Þó er ég á því að Smári hefði átt að taka eftir að minnsta kosti einhverju af þessu.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 15:36 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Allavega er mín reynsla af Smára ekkert nema góð og ég veit að hann er mjög samviskusamur.

Hinsvegar er það oft þannig að þegar menn eru að kaupa bíla sem eru ódýrari en aðrir bílar sömu tegundar, þá má búast við því að það sé e-ð sem orsaki verðmuninn.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 09. Jun 2006 16:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Jss wrote:
Djofullinn wrote:
Mæli með Georg í Úranus, kostar 100-150 þús og þú færð bílinn afhentann á númerum á íslandi. Hann getur einnig fjármagnað kaupin fyrir menn. Hann hefur flutt inn 2 bíla fyrir mig og ég var mjög sáttur í bæði skiptin


Ég mæli líka mikið frekar með Georg, 898-5202, hef verslað við bæði Georg og Smára og hjá Georg stóðst allt 110% og bíllinn alltaf jafn góður. Því miður get ég ekki sagt það sama um Smára, bíllinn var ekki sá sem ég hélt og ekki skv. lýsingum frá honum.

PS. Þess má þó geta að það er ekki allt Smára að kenna þar sem gaurinn sem Smári keypti bílinn af virðist hafa verið allt annað en heiðarlegur. Þó er ég á því að Smári hefði átt að taka eftir að minnsta kosti einhverju af þessu.


Smári var mun nákvæmari á lýsingu fyrir vin minn en mig myndi ég segja, myndi þó ekki hika við að nota hann aftur... en ég myndi þá senda honum lista til að fara eftir. Mín reynsla af bílakaupum var bara engin þegar ég keypti minn bíl og ég reiddi mig of mikið á hann. Bíllinn er samt langt frá því að vera lélegur... bara smotterí í gangi.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group